Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 20:25 Lucy Letby var sakfelld í fyrra fyrir að hafa myrt sjö börn og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. AP Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust. Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust.
Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42