Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 23:01 Janis Timma var að spila körfubolta í Rússlandi þegar hann lést. Getty/Roman Kruchinin Lettneski körfuboltamaðurinn Jānis Timma er látinn en hann var aðeins 32 ára gamall. Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Körfubolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Körfubolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins