„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. desember 2024 11:51 Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sakar Bjarna Benediktsson um fráleita stjórnsýslu. Vísir/Arnar Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira