Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar 19. desember 2024 08:00 Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stór hluti þeirra sem ljúka kennaranámi hefja aldrei störf við kennslu. Þetta vita kennarar, en núna virðist almenningur einnig vera byrjaður að taka eftir því. Eftir að hafa gafrað slatta á Netlu, Skemmunni og Scholar, rakst ég á tölur sem voru hreint ekki upp á marga fiska. Svo virðist sem 35% þeirra sem ljúka kennaranámi fara aldrei að kenna, og í kringum 30% þeirra sem byrja að kenna hætti á fyrstu árunum. Lítur út fyrir að það náist ekki að halda í nema 35% brautskráðra til frambúðar í kennslu lengur en fimm ár. Það getur ekki talist góð nýting á fjármagni sem varið er til nýliðunar. Það eru verri árangurstölur en sáust í síðustu PISA könnun. Og íslenskt samfélag var nú aldeilis ekki sátt með þær. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að síðustu ár settu Lilja Alfreðsdóttir og félagar í fráfarandi ríkisstjórn á laggirnar átaksverkefni til að fjölga kennaranemum, sporna við brottfalli þeirra og auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi. Þetta fól til að myndi í sér launað verknám, hvatningarstyrki og enga ritgerð. Það var svo sannarlega búinn til hvati til að skrá sig í námið og klára það. Og það var hið besta mál. Hvatakerfi er sniðugt til mannauðsstjórnunar og hefur ákveðið hagfræðilegt. Það má alveg færa rök fyrir því að tekist hafi að fjölga kennaranemum og sporna við brottfalli þeirra. En að auka hlutfall þeirra sem haldast í starfi, það er svo allt önnur saga. Það gleymdist nefnilega að búa til hvata til þess að vinna við kennslu að námi loknu. Sem er gott og blessað. Við búum í frjálsu lýðræðisríki, einstaklingar eru ekki þvingaður til þess að vinna við það sem þeir menntuðu sig til að sinna. Það er ákveðið frelsismál, að breytir því þó ekki, að það vantar kennara. Hvort sem fólk er sátt með hvað þeir eru með í laun eða ekki. Það getur einfaldlega ekki verið sjálfbært fyrir land og þjóð að útskrifa sífellt kennara sem kenna eða lítið sem ekkert eftir útskrift, eða byrja aldrei á því. Fyrst það er á annað borð svona mikil eftirspurn en lítið framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Starfsumhverfi, laun og kjör eru hreinlega ekki samkeppnishæf. Vel má vera að innan raða kennara finnist þeir sem eru bara sáttir við að vera áskrifendur á laununum sínum. En hvað með þá sem langar að láta til sín taka? Er möguleiki að framúrskarandi kennarar upplifi tilgangsleysi í starfi? Og hverfi þess vegna til annara starfa, eða bugist undan álaginu. Gæti verið að kennara vanti eitthvað meira en þrönga launatöflu. Einhvern hvata til að skara fram úr í starfi, annað en hugsjón og faglega sjálfsvirðingu. Höfundur er kennari
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar