Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 11:00 Hugo the Hornet er lukkudýr Charlotte Hornets. getty/Eakin Howard NBA-liðið Charlotte Hornets hefur beðist afsökunar á að hafa gefið ungum stuðningsmanni PlayStation 5 leikjatölu en tekið hana síðan til baka. Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp. NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp.
NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira