Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:01 Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaramál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar