Anton kveður sem sundmaður ársins og Snæfríður best fimmta árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 15:13 Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir eru sundfólk ársins 2024 líkt og síðustu ár. SSÍ Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2024, en þetta tilkynnti Sundsamband Íslands í dag. Anton hefur verið valinn sundmaður ársins á hverju ári frá og með árinu 2018 en ljóst er að þetta er í síðasta sinn sem þessi ferfaldi Ólympíufari hlýtur nafnbótina, því hann hefur nú lagt sundskýluna á hilluna. Snæfríður hefur nú verið valin sundkona ársins fimm ár í röð en er aðeins 24 ára og gæti því átt mörg ár eftir í greininni. Hér að neðan má sjá rökstuðning Sundsambands Íslands fyrir vali sínu. Sundkona ársins 2024 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 24 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2024, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður Sól varð í 4. sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad 17 – 23 júní 2024. Snæfríður Sól tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hún 200m skriðsund og komst í undanúrslit en varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hún synti einnig 100m skriðsund og hafnaði í 19. sæti. Í desember 2024 keppti Snæfríður Sól á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Búdapest þar sem hún varð í 13. sæti í 100m skriðsundi og tvíbætti Íslandsmetið í þeirri grein. Snæfríður keppti einnig í 200m skriðsundi og varð í 14. sæti í þeirri grein. Snæfríður Sól setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól á þessu ári. Snæfríður Sól er í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundkonur í 200m skriðsundi í Evrópu í 25m laug. Hún er í 9. sæti á sama lista í 100m skriðsundi í 25m laug. Snæfríður er í 15. sæti á Evrópulistanum í 200m skriðsundi í 50m laug. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir Sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á Ólympíuleikunum í París 2024 en tók líka þátt í Ólympíuleikum í Tokyo 2021. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður Sól stundar nú Sálfræði nám í Háskólanum í Álaborg. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2024. Sundmaður ársins 2024 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er sundmaður ársins, sjöunda árið í röð. Anton Sveinn synti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í 50m í Belgrad í júni 2024 og varð í 4. sæti í 200m bringusundi. Anton tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hann 200m bringusund og komst í undanúrslit. Hann varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hann keppti einnig í 100m bringusundi og hafnaði í 25 sæti. Anton Sveinn er í 6. sæti á Evrópulistanum í 200m bringusundi í 50m laug og í 20. sæti á heimslistanum í sömu grein. Anton er fluttur heim eftir langa dvöl erlendis. Anton er hættur að æfa og keppa í sundi eftir langan og farsælan feril. Hann fór á ferna Ólympíuleika, vann silfur á EM og komst í úrslit á HM. Anton Sveinn er góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt góða ástundun og mikla þrautseigju á ferlinum. Anton hefur verið eljusamur/duglegur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna á undanförnum misserum. Anton er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2024. Sund Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Anton hefur verið valinn sundmaður ársins á hverju ári frá og með árinu 2018 en ljóst er að þetta er í síðasta sinn sem þessi ferfaldi Ólympíufari hlýtur nafnbótina, því hann hefur nú lagt sundskýluna á hilluna. Snæfríður hefur nú verið valin sundkona ársins fimm ár í röð en er aðeins 24 ára og gæti því átt mörg ár eftir í greininni. Hér að neðan má sjá rökstuðning Sundsambands Íslands fyrir vali sínu. Sundkona ársins 2024 er Snæfríður Sól Jórunnardóttir Snæfríður Sól er 24 ára gömul og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2024, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður Sól varð í 4. sæti í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad 17 – 23 júní 2024. Snæfríður Sól tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hún 200m skriðsund og komst í undanúrslit en varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hún synti einnig 100m skriðsund og hafnaði í 19. sæti. Í desember 2024 keppti Snæfríður Sól á Heimsmeistaramótinu í 25m laug í Búdapest þar sem hún varð í 13. sæti í 100m skriðsundi og tvíbætti Íslandsmetið í þeirri grein. Snæfríður keppti einnig í 200m skriðsundi og varð í 14. sæti í þeirri grein. Snæfríður Sól setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól á þessu ári. Snæfríður Sól er í 7. sæti á lista yfir hröðustu sundkonur í 200m skriðsundi í Evrópu í 25m laug. Hún er í 9. sæti á sama lista í 100m skriðsundi í 25m laug. Snæfríður er í 15. sæti á Evrópulistanum í 200m skriðsundi í 50m laug. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir Sundfélagið Hamar, en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára gömul. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Buenos Aires 2018. Snæfríður Sól keppti á Ólympíuleikunum í París 2024 en tók líka þátt í Ólympíuleikum í Tokyo 2021. Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og íþróttamaður utan laugar. Snæfríður Sól stundar nú Sálfræði nám í Háskólanum í Álaborg. Snæfríður Sól er verðugur fulltrúi sundhreyfingarinnar og hún er vel að viðurkenningunni komin. Við hjá SSÍ óskum Snæfríði innilega til hamingju með að vera valin Sundkona ársins 2024. Sundmaður ársins 2024 er Anton Sveinn McKee Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er sundmaður ársins, sjöunda árið í röð. Anton Sveinn synti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í 50m í Belgrad í júni 2024 og varð í 4. sæti í 200m bringusundi. Anton tók þátt í Ólympíuleikunum í París í júlí og ágúst 2024. Þar synti hann 200m bringusund og komst í undanúrslit. Hann varð í fimmtánda sæti af öllum keppendum. Hann keppti einnig í 100m bringusundi og hafnaði í 25 sæti. Anton Sveinn er í 6. sæti á Evrópulistanum í 200m bringusundi í 50m laug og í 20. sæti á heimslistanum í sömu grein. Anton er fluttur heim eftir langa dvöl erlendis. Anton er hættur að æfa og keppa í sundi eftir langan og farsælan feril. Hann fór á ferna Ólympíuleika, vann silfur á EM og komst í úrslit á HM. Anton Sveinn er góð fyrirmynd jafnt sem sundmaður og íþróttamaður utan laugar. Hann hefur sýnt góða ástundun og mikla þrautseigju á ferlinum. Anton hefur verið eljusamur/duglegur við að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungra og upprennandi sundmanna á undanförnum misserum. Anton er afar vel að tilnefningunni kominn og við hjá SSÍ óskum Antoni Sveini til hamingju með að vera valinn Sundmaður ársins 2024.
Sund Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira