Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. desember 2024 12:03 Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun