„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. desember 2024 20:48 Daði Már segir engin dulin skilaboð liggja að baki gjöfinni til Sigurðar Inga. Vísir/Viktor „Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði. Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira