„Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2024 06:37 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari en ríkissaksóknari telur hann vanhæfan. Vísir/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari furðar sig á ákvörðun Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að lýsa hann vanhæfan þrátt fyrir að ráðherra hafi í haust ekki orðið við beiðni hennar um að leysa hann frá störfum. Helgi Magnús segir þetta farið að líkjast einelti frekar en löglegri stjórnsýslu. Hann ætli að skoða sína möguleika en muni ekki taka ákvörðun um framhaldið fyrr en eftir áramót. Líkt og Vísir fjallaði um fyrir og um helgina sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. Í færslu á Facebook í gærkvöldi segir Helgi Magnús að hann hafi talið að málinu væri lokið þegar ráðherra varð ekki við beðni Sigríðar í september. „Ég furða mig á þessari ákvörðun Sigríðar enda hefur ráðherra hafnað kröfu hennar. Það er ekkert nýtt í þessu máli. Ráðherra er sá sem fer með vald til að skipa í stöðu mína og leysa mig frá henni. Ég er hvorki ráðinn né skipaður af ríkissaksóknara heldur ráðherra og er staða mín bundin í lögum en ekki háð duttlungum Sigríðar J. Friðjónsdóttur. Henni ber að una ákvörðun ráðherra sem er endanleg og byggir á lögbundinni valdheimild ráðherra,“ segir Helgi Magnús í færslu sinni. Sigríður veitti honum áminningu vegna ummæla hans um brotaþola kynferðisbrota, samkynhneigða og hælisleitendur á samfélagsmiðlum og óskaði þess svo að hann yrði leystur frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Ákvörðun ráðherra endanleg Nú hafi Sigríður ákveðið að hundsa niðurstöðu ráðherra og þannig sói hún almannafé að sögn Helga Magnúsar. Hann segist efast um að hún hafi vald til þess. „Ef það hefur hvarflað að Sigríði að nýr dómsmálaráðherra muni fella ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur úr gildi þá stenst slíkt ekki lög. Ákvörðunin ráðherra um að hafna erindi Sigríðar er endanleg,“ segir Helgi Magnús og á þá við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur nýjan dómsmálaráðherra og þingmann Viðreisnar. Helgi Magnús segir fullyrðingar Sigríðar um hæfi hans hafa enga þýðingu. Hann hafi verið staðgengill hennar í 13 ár og það sé fjallað um það í lögum hver sé hennar staðgengill. Hún stjórni því ekki. „Ég hélt að það væri nóg að sitja undir hótunum Kourani í þrjú ár, en ég þyrfti ekki að sitja undir þessu fyrst í sumarleyfinu og núna yfir jólin. Þetta er farið að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu. Ég ætla að bíða með frekari viðbrögð fram á nýja árið,“ segir Helgi Magnús að lokum í færslunni og óskar gleðilegra jóla. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um fyrir og um helgina sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. Í færslu á Facebook í gærkvöldi segir Helgi Magnús að hann hafi talið að málinu væri lokið þegar ráðherra varð ekki við beðni Sigríðar í september. „Ég furða mig á þessari ákvörðun Sigríðar enda hefur ráðherra hafnað kröfu hennar. Það er ekkert nýtt í þessu máli. Ráðherra er sá sem fer með vald til að skipa í stöðu mína og leysa mig frá henni. Ég er hvorki ráðinn né skipaður af ríkissaksóknara heldur ráðherra og er staða mín bundin í lögum en ekki háð duttlungum Sigríðar J. Friðjónsdóttur. Henni ber að una ákvörðun ráðherra sem er endanleg og byggir á lögbundinni valdheimild ráðherra,“ segir Helgi Magnús í færslu sinni. Sigríður veitti honum áminningu vegna ummæla hans um brotaþola kynferðisbrota, samkynhneigða og hælisleitendur á samfélagsmiðlum og óskaði þess svo að hann yrði leystur frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Ákvörðun ráðherra endanleg Nú hafi Sigríður ákveðið að hundsa niðurstöðu ráðherra og þannig sói hún almannafé að sögn Helga Magnúsar. Hann segist efast um að hún hafi vald til þess. „Ef það hefur hvarflað að Sigríði að nýr dómsmálaráðherra muni fella ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur úr gildi þá stenst slíkt ekki lög. Ákvörðunin ráðherra um að hafna erindi Sigríðar er endanleg,“ segir Helgi Magnús og á þá við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur nýjan dómsmálaráðherra og þingmann Viðreisnar. Helgi Magnús segir fullyrðingar Sigríðar um hæfi hans hafa enga þýðingu. Hann hafi verið staðgengill hennar í 13 ár og það sé fjallað um það í lögum hver sé hennar staðgengill. Hún stjórni því ekki. „Ég hélt að það væri nóg að sitja undir hótunum Kourani í þrjú ár, en ég þyrfti ekki að sitja undir þessu fyrst í sumarleyfinu og núna yfir jólin. Þetta er farið að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu. Ég ætla að bíða með frekari viðbrögð fram á nýja árið,“ segir Helgi Magnús að lokum í færslunni og óskar gleðilegra jóla.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00
Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11