Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 09:22 Bandaríkskar flugvélar á Thule-herflugvellinum á Grænlandi. Eyjan er talin hafa hernaðarlegt og viðskiptalegt mikilvægi, ekki síst ef siglingarslóðir um norðurheimskautið opnast. Vísir/Getty Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu. Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Ken Howery, einn stofnenda greiðslumiðlunarinnar Paypal og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð í fyrri forsetatíð Trump, er sendiherraefni verðandi forsetans í Danmörku. Þegar Trump greindi frá því sagði hann einnig að yfirráð yfir Grænlandi væru lykilatriði. „Fyrir þjóðaröryggi og frelsi í heiminum finnst Bandaríkjunum að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi séu alger nauðsyn,“ skrifaði Trump án þess þó að segja hreint út að Bandaríkin ættu að eiga Grænlandi. Hann viðraði þá hugmynd skömmu fyrir fyrirhugaða heimsókn til Danmerkur árið 2019. Bæði danskir og grænlenskir ráðamenn höfnuðu henni alfarið. Trump aflýsti heimsókninni eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra, sagði hugmyndina „fráleita“. Bandaríski forsetinn sagði orð Frederiksen „óviðeigandi“ og „viðbjóðsleg“. Ken Howery, þá sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, með Magdalenu Svíaprinsessu á viðburði árið 2019.Vísir/Getty Howery er hluti af hópi sem var nefndur „Paypal-mafían“ en henni tilheyra einnig Musk, sem er einn helsti bakhjarl og ráðgjafi Trump um þessar mundir, og Peter Thiel, annar erkiíhaldsamur auðkýfingur sem styrkir bandaríska repúblikana. Musk neitaði því fyrir nokkrum árum að hann byggi á laun í íburðarmiklu sveitasetri Howery í Texas á sama tíma og hann hélt því fram að hann byggi í ódýrri leiguíbúð nærri starfsstöð geimferðafyrirtækisins SpaceX.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Tengdar fréttir Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Vildi býtta á Grænlandi og Púertó Ríkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sagðist tilbúinn til að gefa Dönum yfirvöld á Púertó Ríkó í stað þess að Bandaríkin fengju völd yfir Grænlandi. 20. ágúst 2020 11:50
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42