Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. desember 2024 12:01 Linda Sif Magnúsdóttir tók við sem forstöðukona Samhjálpar í október. stöð 2 Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Þegar fréttastofu bar að garði um klukkan níu í morgun stóðu sjálfboðaliðar og starfsfólk Samhjálpar í ströngu við að hræra í pottum og bera fram hátíðarmat. Alla daga geta þeir sem eru í bágri stöðu snætt hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar og er aðfangadagur engin undantekning, en þá er hádegisverðurinn með jólalegasta móti. Boðið er upp á hamborgarhrygg, lambakjöt, síld, rúgbrauð, kökur og að sjálfsögðu jólaís. Rauður jóladúkur eru settur á öll borð og kerti tendruð í skammdeginu. Húsið var opnað klukkan tíu og stendur hádegisverðurinn til klukkan tvö í dag. „Svo erum við með lengri opnun fyrir heimilislausa og þá sem eru í gistiskýlinu frá klukkan tvö til hálf fimm. Þá eru þeir bara að spila og hafa það notalegt,“ segir Linda Sif Magnúsdóttir, forstöðukona Samhjálpar. Hlýlegt og notalegt Kaffistofan er sem fyrr segir opin alla daga ársins en Linda segir að fleiri sæki hádegisverðinn á aðfangadag en aðra daga. „Það er alltaf mjög hlýlegt og notalegt að koma á kaffistofuna um jólin.“ Linda segir fjölda þeirra sem sækja þjónustuna svipaðan og síðustu ár. Þeir sem mæti séu afar þakklátir fyrir úrræðið. Fyrir marga þá sem sækja hádegisverðinn í dag er hann eina jólalega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Þannig þetta er þýðingarmikil stund fyrir ykkar skjólstæðinga? „Já algjörlega, þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir okkur. Það er gott að koma og fá að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.“ Hjálparstarf Reykjavík Jól Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði um klukkan níu í morgun stóðu sjálfboðaliðar og starfsfólk Samhjálpar í ströngu við að hræra í pottum og bera fram hátíðarmat. Alla daga geta þeir sem eru í bágri stöðu snætt hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar og er aðfangadagur engin undantekning, en þá er hádegisverðurinn með jólalegasta móti. Boðið er upp á hamborgarhrygg, lambakjöt, síld, rúgbrauð, kökur og að sjálfsögðu jólaís. Rauður jóladúkur eru settur á öll borð og kerti tendruð í skammdeginu. Húsið var opnað klukkan tíu og stendur hádegisverðurinn til klukkan tvö í dag. „Svo erum við með lengri opnun fyrir heimilislausa og þá sem eru í gistiskýlinu frá klukkan tvö til hálf fimm. Þá eru þeir bara að spila og hafa það notalegt,“ segir Linda Sif Magnúsdóttir, forstöðukona Samhjálpar. Hlýlegt og notalegt Kaffistofan er sem fyrr segir opin alla daga ársins en Linda segir að fleiri sæki hádegisverðinn á aðfangadag en aðra daga. „Það er alltaf mjög hlýlegt og notalegt að koma á kaffistofuna um jólin.“ Linda segir fjölda þeirra sem sækja þjónustuna svipaðan og síðustu ár. Þeir sem mæti séu afar þakklátir fyrir úrræðið. Fyrir marga þá sem sækja hádegisverðinn í dag er hann eina jólalega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Þannig þetta er þýðingarmikil stund fyrir ykkar skjólstæðinga? „Já algjörlega, þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir okkur. Það er gott að koma og fá að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.“
Hjálparstarf Reykjavík Jól Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira