Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 15:01 Sveinn Rúnar og Björk Vilhjálmsdóttir hafa áður verið í Palestínu yfir hátíðarnar en átökin lita samfélagið þar nú meira en nokkru sinni fyrr. Aðsend Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg. Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir. Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir.
Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira