Innlent

Jólakindin Djásn á Stokks­eyri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Júlía Sól og jólakindin Djásn í fjárhúsinu á Stokkseyri.
Júlía Sól og jólakindin Djásn í fjárhúsinu á Stokkseyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana.

Við sögðum nýlega frá Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem er 17 ára sauðfjárræktandi á Stokkseyri með um 100 fjár með pabba sínum. Kindin Djásn, sem er tveggja vetra er í mestu uppáhaldi hjá Júlíu Sól því hún er svo gæf og svo er hún jólakindin i fjárhúsinu.

„Já, þegar kemur að jólum þá leik ég mér alltaf að finna jóladót fyrir hana, spangir, bindi, slaufur og svona, leik mér svolítið að setja á hana. Henni finnst það ekkert leiðinlegt,“ segir Júlía Sól hlæjandi.

Þetta er svona jólakindin eða hvað?

„Já, það er svo sem hægt segja það, hún leyfir mér allt en hinar eru með mörkin, Djásn er alveg sama um allt, hún elskar alla athygli, sem hún fær.“

Er hún besti vinur þinn?

„Já, það er svo sem hægt að segja það, hún er sálufélaginn minn. Hún er voðalega dýrmæt,“ segir Júlía Sól.

Júlía Sól segir að Djásn sé sinn sálufélagi og besti vinur.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×