Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 11:42 Petteri Orpo er forsætisráðherra Finnlands. AP/Geert Vanden Wijngaert Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38