„Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 11:23 LeBron James var að spila í nítjánda sinn á jóladag. Thearon W. Henderson/Getty Images LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni. Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira