Innlent

Á­fengis­sala á helgi­dögum þjóð­kirkjunnar stöðvuð af lög­reglu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Landsmenn mega ekki kaupa sér bjór í dag, eða aðra daga sem flokkast sem helgidagar þjóðkirkjunnar, eða sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.
Landsmenn mega ekki kaupa sér bjór í dag, eða aðra daga sem flokkast sem helgidagar þjóðkirkjunnar, eða sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar.

Rúv greinir frá og hefur eftir heimildum að netáfengisverlsanirnar Nýja vínbúðin og Smáríkið séu á meðal þeirra sem lögregla hafi skipt sér af. 

Í áfengislögum er kveðið á um að óheimilt sé að afhenda áfengi á „helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.“

Meðal lögboðinna helgidaga eru 24. desember frá kl. 13, 25., 26. og 31. desember frá klukkan 13.

Haft er eftir Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rekstraraðilar hafi brugðist vel við og orðið við tilmælum um að loka. 

Töluverð aukning hefur orðið á netverslun Íslendinga með áfengi, sem er á sama tíma afar umdeild. Nýr ráðherra Flokks fólksins telur til að mynda að netverslun sé skýrt brot á áfengislöggjöf.

Þá hefur fráfarandi dómsmálaráðherra kynnt drög að frumvarpi sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi. Eigania slíkrar verslunar telur að gengið sé langt í drögunum til að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“


Tengdar fréttir

„Þetta er ekki endan­legt frum­varp“

Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar.

Vef­síðan hrundi innan tuttugu mínútna

Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×