Reuters greinir frá. Skipuleggjendur keppninnar staðfestu andlátin og sögðu báða aðila hafa orðið fyrir seglbómu, sem er armur notaður til að þenja neðri brún segls.
Lögreglu var gert vart um fyrra atvikið rétt eftir miðnætti á staðartíma. Tilraun til endurlífgunar var gerð á staðnum, af skipverjum, en bar ekki árangur.
Tveimur tímum síðar barst önnur tilkynning, um annan aðila sem hafði einnig látið lífið eftir að hafa orðið fyrir bómu.
Skipuleggjendur hafa ekki nafngreint þá sem létust enn, en greint frá því að keppendurnir hafi verið hluti af áhöfn bátanna Flying Fish Arctos og Bowline.
Vegna vonds veðurs hafði fjöldi keppenda fyrir dregið sig úr keppni, bæði sjálfviljugir af öryggisástæðum og nauðugir eftir að skútur urðu fyrir skemmdum.
Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 7NEWS Sydney um veðurspánna skelfilegu sem var fyrir keppni.
Fears of "boat-breaking" weather in this year's Sydney Hobart yacht race grow, with the Weather Bureau predicting gale-force winds and storms, potentially the worst experienced by veteran sailors. https://t.co/OF81oZXOfr #7NEWS pic.twitter.com/zWgYbsTI5n
— 7NEWS Sydney (@7NewsSydney) December 24, 2024