Gary sem stal jólunum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 09:30 Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. „Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
„Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira