Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 23:14 Gerwyn Price þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í kvöld. James Fearn/Getty Images Gerwyn Price, Peter Wright og Luke Humphries, sem allir eru fyrrverandi eða ríkjandi heimsmeistarar í pílukasti, komust allir áfram úr viðureignum sínum í 32-manna úrslitum á HM í pílukasti í kvöld. Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis. Pílukast Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Sjá meira
Gerwyn Price, heimsmeistarinn frá árinu 2021, mætti Joe Cullen í fyrsta leik kvöldsins og líklega besta leik mótsins hingað til. Lengst af leit út fyrir að Price myndi komast þægilega áfram, en Cullen lét Ísmanninn svitna. Price vann fyrstu þrjú settin, 3-2, 3-2 og 3-1 og var því aðeins einu setti frá sæti í 16-manna úrslitum. Þá fór hins vegar að halla undan færi hjá Price og útskotin fóru að bregðast honum. Cullen gekk á lagið og vann næstu þrjú sett, öll 3-1. Leikurinn fór því alla leið í oddasett og óhætt er að segja að dramatíkin hafi haldið þar áfram. Price og Cullen skiptust á að vinna gegn kasti og að lokum þurfti að grípa til upphækkunnar til að skera úr um sigurvegara. Áfram hélt dramatíkin þar og úrslitin réðust ekki fyrr en í bráðabana þar sem Price hafði að lokum betur og vann oddasettið 6-5, og leikinn 4-3. PRICE WINS A THRILLER!That might just be the game of the tournament so far! 💥Gerwyn Price manages to break the Rockstars throw in the final leg of the game, and beats Joe Cullen 4-3 and books his place in the Last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts pic.twitter.com/VnjnJxP0T0— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2024 Peter Wright, heimsmeistarinn frá árunum 2020 og 2022, og Luke Humphries, ríkjandi heimsmeistari, áttu hins vegar í heldur minni vandræðum með sínar viðureignir. Peter Wright vann öruggan 4-2 sigur gegn Hollendingnum Jermaine Wattimena áður en Luke Humphries gekk frá Walesverjanum Nick Kenny, 4-0. Price, Wright og Humphries eru því allir komnir í 16-manna úrslit sem leikin verða á sunnudag og mánudag. Price mætir Jonny Clayton og þeir Humphries og Wright eigast við innbirðis.
Pílukast Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Sjá meira