Þetta var fyrsti sigur Maroussi síðan 9. nóvember en liðið hafði tapað fimm deildarleikjum í röð áður en að viðureigninni í kvöld kom.
Með sigrinum í kvöld komst Maroussi upp úr fallsæti. Liðið er nú í 11. sæti af tólf liðum með fimmtán stig.
Elvar skoraði fjórtán stig, tók fjögur fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal boltanum tvisvar í leiknum í kvöld. Hann var næststigahæsti maður vallarins.
Njarðvíkingurinn hitti úr fimm af níu skotum sínum inni í teig en öll fjögur þriggja stiga skot hans geiguðu. Elvar skoraði svo úr öllum fjórum vítaskotunum sem hann tók.
Næsti leikur Maroussi er gegn botnliði Kolossos Rhodes eftir viku.