Skaut sig áður en bíllinn sprakk Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 20:40 Cybertruck sprakk fyrir utan andryri Trump-hótelsins í Las Vegas í gær, nýársdag. Getty/Ethan Miller Reynslumikill og margheiðraður sérsveitarmaður sem sprengdi sig í loft upp inn í Cybertruck frá Tesla fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas á nýársdag svipti sig lífi áður en bíllinn sprakk. Rannsakendur telja að maðurinn hafi ætlað sér að valda meiri skaða en sprengjan sem hann smíðaði er sögð hafa verið léleg og stálið sem bíllinn er gerður úr er sagt hafa dregið verulega úr áhrifum sprengingarinnar. Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið. Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið.
Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44
Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26
Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent