Skaut sig áður en bíllinn sprakk Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 20:40 Cybertruck sprakk fyrir utan andryri Trump-hótelsins í Las Vegas í gær, nýársdag. Getty/Ethan Miller Reynslumikill og margheiðraður sérsveitarmaður sem sprengdi sig í loft upp inn í Cybertruck frá Tesla fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas á nýársdag svipti sig lífi áður en bíllinn sprakk. Rannsakendur telja að maðurinn hafi ætlað sér að valda meiri skaða en sprengjan sem hann smíðaði er sögð hafa verið léleg og stálið sem bíllinn er gerður úr er sagt hafa dregið verulega úr áhrifum sprengingarinnar. Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið. Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið.
Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44
Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26
Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56