„Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Stefán Marteinn skrifar 2. janúar 2025 22:01 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta. vísir/Diego Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. „Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
„Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira