Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. janúar 2025 09:31 Þegar horft er yfir árið 2024 af sjónarhóli launafólks staldra mörg okkar að líkindum við langvinnar kjaraviðræður og þá staðreynd að enn skuli ekki hafa tekist að ljúka öllum samningum. Það þýðir að fjölmargt launafólk hefur þurft að bíða í allt að ár eftir kjarasamningsbundnum launahækkunum. Í mörgum tilfellum er biðin réttlætanleg t.d. þegar verkföll eru nýtt til að leiðrétta uppsafnað og kerfisbundið launamisrétti. Hins vegar eiga tafirnar rætur í gölluðu vinnumarkaðsmódeli. Þar kemur margt til, m.a. fjöldi kjarasamninga. Í hverri samningslotu eru gerðir yfir 300 kjarasamningar fyrir 180.000 manns. Í einstaka tilfellum nær kjarasamningur einungis til eins launamanns. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að draga lærdóm af núverandi kjaralotu með það að markmiði að bæta vinnubrögðin til frambúðar. Þannig ætti að skapast grundvöllur fyrir stöðugra efnahagslífi í þágu heildarinnar, sem mun gagnast opinberri þjónustu, fólki og fyrirtækjum í landinu. Eigi það að takast er mikilvægt að hlustað sé jafnt á sjónarmið stéttarfélaga á opinberum og almennum vinnumarkaði. Merki markaðarins á ekki ákveða einhliða Þegar lagt var af stað í kjaralotu ársins 2024 varð snemma ljóst að opinberir launagreiðendur ætluðu samningsaðilum á almennum vinnumarkaði að ákvarða launahækkanir fyrir allan vinnumarkaðinn. Ekki væri ætlunin að taka til umfjöllunar þau sjónarmið sem umbjóðendur stétta í opinberri þjónustu hefðu fram að færa. Eins olli vonbrigðum að aðgerðir stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum náðu að litlu leyti til launafólks með millitekjur eða þar yfir. Þetta samráðsleysi skapaði eðlilega ólgu meðal stéttarfélaga á opinberum markaði. Þau upplifðu að framhjá þeim væri gengið. Þar að auki reyndust samninganefndir ríkis og sveitarfélaga ekki hafa umboð til annars en að semja um „merkið“. Ef sátt á að skapast um aðferðafræði við gerð kjarasamninga þurfa opinberi markaðurinn og almenni markaðurinn að koma samtímis að borðinu og ræða samhæfða nálgun um forsendur launaþróunar yfir tíma. Þannig mætti sjá fyrir sér að samningur tæki við af samningi og sanngjarnt tillit væri tekið til opinberra starfsmanna og stéttarfélaga þeirra. Þjóðhagsráð og kjaratölfræðinefnd ekki nóg Íslenskum vinnumarkaði er gjarnan líkt við þann norræna, en þegar grannt er skoðað þá sker sá íslenski sig frá þeim norræna í ýmsum veigamiklum atriðum. Hjá frændþjóðum okkar liggur formlegt samtal samningsaðila til grundvallar kjaraviðræðum. Það samtal á sér stað með reglubundnum hætti allt árið um kring. Kapp er lagt á að mynda sameiginlegan skilning á stöðunni í hagkerfinu. Samanburður er gerður á mismunandi þróun mála þvert á markaði, m.t.t. áhrifa verðbólgu og verðlagsþróunar. Athuganir þessar og samtal á grundvelli þeirra myndar svo niðurstöðu um forsendur launaþróunar til næstu ára. Hér á landi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða þetta líkan. Þær hafa m.a. leitt til breytinga á borð við stofnun Þjóðhagsráðs og Kjaratölfræðinefndar. Eins hafa orðið til samningar kenndir við þjóðarsátt og Salek, en þrátt fyrir jákvæðar væntingar hafa þessar leiðir ekki skilað þeim ávinningi sem sóst var eftir. Það þarf meira til. Lykilinn er að við hlustum á hvert annað Aðilar vinnumarkaðar eru sammála um meginverkefnið framundan, að hemja þurfi verðbólgu og ná tökum á vaxtastigi í landinu. Við þurfum að koma böndum á leiguverð og hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði. Við þurfum að finna leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og draga úr ósanngjarnri greiðslubyrði námslána. En við þurfum líka að verða sammála um mikilvægi þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga.Hvort næstu fjögur ár nægja til að innleiða breytt vinnubrögð við kjarasamninga mun tíminn leiða í ljós. Tekst okkur að þróa starfsemi Þjóðhagsráðs og Kjaratölfræðinefndar þannig að þau verði raunverulegur vettvangur skapandi samtals um launaþróun? Ríkir vilji og nægilegt traust til að ná árangri? Þetta eru spurningar sem aðilar vinnumarkaðar þurfa að takast á við á næstu misserum, þ.m.t. opinberir launagreiðendur. Vegna þess hversu áhrif stjórnvalda við gerð kjarasamninga hafa verið rík hér á landi gegnum tíðina er nauðsynlegt fyrir nýja ríkisstjórn að leggja við hlustir. Því það er sama hversu miklar skoðanir við höfum á hlutunum og hversu áköf við erum í að koma þeim til skila, lykillinn að farsælum lausnum felst í því að við hlustum hvert á annað. Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kolbrún Halldórsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir árið 2024 af sjónarhóli launafólks staldra mörg okkar að líkindum við langvinnar kjaraviðræður og þá staðreynd að enn skuli ekki hafa tekist að ljúka öllum samningum. Það þýðir að fjölmargt launafólk hefur þurft að bíða í allt að ár eftir kjarasamningsbundnum launahækkunum. Í mörgum tilfellum er biðin réttlætanleg t.d. þegar verkföll eru nýtt til að leiðrétta uppsafnað og kerfisbundið launamisrétti. Hins vegar eiga tafirnar rætur í gölluðu vinnumarkaðsmódeli. Þar kemur margt til, m.a. fjöldi kjarasamninga. Í hverri samningslotu eru gerðir yfir 300 kjarasamningar fyrir 180.000 manns. Í einstaka tilfellum nær kjarasamningur einungis til eins launamanns. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að draga lærdóm af núverandi kjaralotu með það að markmiði að bæta vinnubrögðin til frambúðar. Þannig ætti að skapast grundvöllur fyrir stöðugra efnahagslífi í þágu heildarinnar, sem mun gagnast opinberri þjónustu, fólki og fyrirtækjum í landinu. Eigi það að takast er mikilvægt að hlustað sé jafnt á sjónarmið stéttarfélaga á opinberum og almennum vinnumarkaði. Merki markaðarins á ekki ákveða einhliða Þegar lagt var af stað í kjaralotu ársins 2024 varð snemma ljóst að opinberir launagreiðendur ætluðu samningsaðilum á almennum vinnumarkaði að ákvarða launahækkanir fyrir allan vinnumarkaðinn. Ekki væri ætlunin að taka til umfjöllunar þau sjónarmið sem umbjóðendur stétta í opinberri þjónustu hefðu fram að færa. Eins olli vonbrigðum að aðgerðir stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum náðu að litlu leyti til launafólks með millitekjur eða þar yfir. Þetta samráðsleysi skapaði eðlilega ólgu meðal stéttarfélaga á opinberum markaði. Þau upplifðu að framhjá þeim væri gengið. Þar að auki reyndust samninganefndir ríkis og sveitarfélaga ekki hafa umboð til annars en að semja um „merkið“. Ef sátt á að skapast um aðferðafræði við gerð kjarasamninga þurfa opinberi markaðurinn og almenni markaðurinn að koma samtímis að borðinu og ræða samhæfða nálgun um forsendur launaþróunar yfir tíma. Þannig mætti sjá fyrir sér að samningur tæki við af samningi og sanngjarnt tillit væri tekið til opinberra starfsmanna og stéttarfélaga þeirra. Þjóðhagsráð og kjaratölfræðinefnd ekki nóg Íslenskum vinnumarkaði er gjarnan líkt við þann norræna, en þegar grannt er skoðað þá sker sá íslenski sig frá þeim norræna í ýmsum veigamiklum atriðum. Hjá frændþjóðum okkar liggur formlegt samtal samningsaðila til grundvallar kjaraviðræðum. Það samtal á sér stað með reglubundnum hætti allt árið um kring. Kapp er lagt á að mynda sameiginlegan skilning á stöðunni í hagkerfinu. Samanburður er gerður á mismunandi þróun mála þvert á markaði, m.t.t. áhrifa verðbólgu og verðlagsþróunar. Athuganir þessar og samtal á grundvelli þeirra myndar svo niðurstöðu um forsendur launaþróunar til næstu ára. Hér á landi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða þetta líkan. Þær hafa m.a. leitt til breytinga á borð við stofnun Þjóðhagsráðs og Kjaratölfræðinefndar. Eins hafa orðið til samningar kenndir við þjóðarsátt og Salek, en þrátt fyrir jákvæðar væntingar hafa þessar leiðir ekki skilað þeim ávinningi sem sóst var eftir. Það þarf meira til. Lykilinn er að við hlustum á hvert annað Aðilar vinnumarkaðar eru sammála um meginverkefnið framundan, að hemja þurfi verðbólgu og ná tökum á vaxtastigi í landinu. Við þurfum að koma böndum á leiguverð og hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði. Við þurfum að finna leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og draga úr ósanngjarnri greiðslubyrði námslána. En við þurfum líka að verða sammála um mikilvægi þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga.Hvort næstu fjögur ár nægja til að innleiða breytt vinnubrögð við kjarasamninga mun tíminn leiða í ljós. Tekst okkur að þróa starfsemi Þjóðhagsráðs og Kjaratölfræðinefndar þannig að þau verði raunverulegur vettvangur skapandi samtals um launaþróun? Ríkir vilji og nægilegt traust til að ná árangri? Þetta eru spurningar sem aðilar vinnumarkaðar þurfa að takast á við á næstu misserum, þ.m.t. opinberir launagreiðendur. Vegna þess hversu áhrif stjórnvalda við gerð kjarasamninga hafa verið rík hér á landi gegnum tíðina er nauðsynlegt fyrir nýja ríkisstjórn að leggja við hlustir. Því það er sama hversu miklar skoðanir við höfum á hlutunum og hversu áköf við erum í að koma þeim til skila, lykillinn að farsælum lausnum felst í því að við hlustum hvert á annað. Höfundur er formaður BHM
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar