Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 14:37 Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að stór skref verði tekin í átt að sjálfstæði Grænlands á nýju ári og að nauðsynlegt sé að Grænlendingar fái sína eigin stjórnarskrá. Árið 2025 er kosningaár á Grænlandi en í ár verður kosið um sæti á Inatsisartut, þjóðþinginu, og í sveitarstjórnum. Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann. Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársræðu Múte B. Egede, formanns landsstjórnar Grænlands, samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq. Trump blæs í glæðurnar Málefni Grænlands hafa verið til umræðu víða um heim eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vakti aftur máls á eignarhaldi landsins til framtíðar. Á sama tíma og Grænlendingar hyggjast taka frekari skref í átt að sjálfstæði blæs Trump í glæður milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Danmerkur um eignarhald eyjunnar. Sjá einnig: Segir Grænland ekki falt Trump tilkynnti á dögunum nýjan sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku og sagði þar að eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi væru nauðsynleg með tilliti til þjóðaröryggis Bandaríkjanna. Tímabært að taka mikilvæg skref Múte B. Egede fór ekki í grafgötur með það hver afstaða grænlensku landsstjórnarinnar væru til þessara ummæla. Hann sagði Grænland ekki falt og verði aldrei. Í nýársræðu sinni segir hann Grænlendinga eina eiga landið og að þeir einir taki ákvarðanir um framtíð þess. „Það er tímabært að við tökum mikilvæg skref í átt að sjáflstæðu landi. Við getum ekki haldið áfram með þá seinvirku vinnu sem fer fram í gegnum danska ríkið hvað löggjafarvald á Grænlandi varðar.“ „Það er hér sem grænlenska þjóðin verður að taka afstöðu og ákveða hvort Grænland skuli taka næstu skref í átt að sjálfstæðu landi. Komandi kjörtímabil ætti því að vera kjörtímabil þar sem grænlenska þjóðin tekur ákvörðun um hvernig Grænland skuli líta út í framtíðinni,“ Múte gerði jafnframt grænlenska stjórnarskrá að umfjöllunarefni sínu. Hann sagði það að Grænland lúti danskri stjórnarskrá gera vinnu löggjafarvaldsins seinláta og óskilvirka. „Eins og það er nú, þar sem Grænland heyrir undir danska ríkið sem sjálfsstjórnarland, er vinnuferlið óskilvirkt. Það er nauðsynlegt að við ryðjum þessum hindrunum úr vegi og komum í kring betri verkferlum í landi okkar,“ sagði hann.
Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira