Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2025 06:02 Laugardaginn 4. janúar birtist þessi frétt í Morgunblaðinu: „Átta mánuðir fyrir stórfellda árás“ „Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í apríl árið 2021... “. Ef dómurinn er skoðaður, en þetta er mál nr. S-2437/2024 hjá Héraðsdómi Reykjaness, dómari Hulda Árnadóttir, verður myndin af þeim misþyrmingum, meiðslum og stórfelldu áverkum, sem fórnarlambið sætti, hrikaleg. Er þessi lýsing í dóminum svona: „...fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, sunnudagskvöldið 11. apríl 2021, í og fyrir framan íbúð nr. […] á annarri hæð í húsi nr. […] við […] í […], slegið A, kt. 000000-0000, að minnsta kosti tvisvar sinnum með krepptum hnefa í höfuðið en við höggin féll A tvívegis í gólfið, þrýst hendi á hnakka A, þar sem hann lá á maganum á gólfinu, og eftir að A var staðinn upp í seinna skiptið, kastað í eða slegið A með stól, lamið A í höfuð og búk með stólfæti en við það féll A í gólfið og síðan dregið A meðvitundarlausan og/eða meðvitundarlítinn fram á stigapall fyrir framan íbúðina, niður stigann og út á bifreiðastæði fyrir utan húsið, allt með þeim afleiðingum að A missti a.m.k. eina tönn og nokkrar aðrar tennur losnuðu og duttu úr nokkru síðar og/eða voru fjarlægðar, A hlaut 4-5 sm sár vinstra megin á hvirfli, lítið sár aftanvert á vinstra eyra, tvö sár á hægri augabrún, sár á vinstri augabrún, glóðuraugu á báðum augum, blæðingu í hvítu beggja augna, mikla bólgu yfir hægra augnloki, blæðingu í forhólf og glerhlaup og bjúg í sjónhimnu á hægra auga og sjónskerðingu og sjóntruflanir á báðum augum, mar á enni, sár og bólgu yfir nef og nefrót, mar yfir báðum kinnbeinum og á neðri vör og sést móta fyrir mynstrun sums staðar, mynstrað mar aftanvert á hálsi og upp í hnakkagrófina og hnakkann, mynstraða marbletti yfir allri hryggsúlunni og út frá henni og niður undir mjaðmagrind, dreifða marbletti víðsvegar um líkamann, þar á meðal mar yfir vinstri mjaðmakambi, mynstraða 2-2,5 sm línu á vinstra herðablaði, mynstrað línulega 2 sm breitt mar yfir hægra herðablaði og út á hægri öxl, mikla höfuðverki og svima og langvarandi andlegar afleiðingar, vanlíðan og kvíða“. Er þessi lýsing hrottaleg og með því versta, sem undirritaður hefur séð um vísvitandi meiðingar, limlestingar og miskunnarleysi - hér var auðvitað um skýran ásetning árásarmanns að ræða - og hvarlar að manni, að það hafi verið lán beggja, að ekki fór verr; að þessi árás hafi ekki leitt til háls- eða hryggjarbrots og varanlegrar lömunar eða dauða fórnarlambsins, sem hefði þá verið manndráp. Menn geta hér líka velt fyrir sér tilfinningalegu og andlegu ástandi fórnarlambsins; mun það nokkurn tíma jafna sig á þeim ótta og þeirri sálarkvöl, sem árásin olli því og mun eflaust sitja fast í undirmeðvitund og minningu þess ævilangt? Í nýlegu manndrápsmáli – auðvitað allt annað mál og aðstæður og atvik önnur, en hrottaskapur og vægðarleysi ekki ósvipaður – herti Landsréttur nýlega héraðsdóm úr tíu í tólf ára fangelsi. Og hvaða dóm fékk árásarmaðurinn í þessu máli? Hér kemur dómsorð dómarans: Dómsorð Ákærði, ... , sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 4.012.464 krónur,með vöxtum... Kröfu A um viðurkenningu á bótaskylduákærða vegna varanlegs líkamstjóns, sem hann hafi hlotið í kjölfar árásarinnar, er vísað frá dómi. Ákærðigreiði 1.215.948 krónurí sakarkostnað...“ Hér er árásarmaður dæmdur í umtalsverða fjársekt, en miskabætur eru þó ekki nema 1.500.000 krónur. Ég spyr mig: Hefði einhver verið tilbúinn í slík skipti? Hinn hluti fjárhæðarinnar er tilkominn vegna sjúkrakostnaðar og annars skaða brotaþola. Átta mánaða fangelsi er skilorðsbundið. Haldi árásarmaður almennt skilorð í tvö ár, fellur fangelsisrefsing niður. Tilgangur refsinga Ástæða er hér til að rifja stuttlega upp tilganginn með refsingum við lögbrotum: 1.Menn verða að bera ábyrgð á því, sem þeir gera, og bæta fyrir brot sín, eftir því, sem slíkt er hægt. Líf manna er nú ekki lengur tekið fyrir brot, ekki heldur manndráp, en menn sviptir frelsi sínu í staðinn. Fjársektir eru svo algeng refsi- og bótaleið. Mikið gengur þetta enn, eða á að ganga, út á gamla réttlætissjónarmiðið „Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn“. 2.Óyndismenn og illvirkjar eru teknir úr umferð, settir í fanglesi, til að tryggja almenn borgara gegn þeim og fyrirbyggja það, að þeir geti brotið frekar af sér. Vernd borgaranna. 3.Jafnhliða á refsing að vera viðvörun, skilaboð, til samfélagsþegna um það, að brot á reglum og lögum samfélagsins hafi afleiðingar, leiði til fjársekta eða frelsissviptinga í samræmi við alvarleika brots. Þessi síðasti þáttur er auðvitað mjög mikilvægur, en hann getur haft og hefur örugglega fyrirbyggjandi áhrif. Mér er til efs, að dómurinn í umræddu máli Héraðsdóms Reykjaness fullnægji þeim tilgangi, sem refsidómur á að hafa. Mildi hans virðist byggjast á tvennu: Skýrri játningu brotamanns og því, að langur tími hefði liðið milli brots og rannsóknar/ákæru. Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dómsmál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Laugardaginn 4. janúar birtist þessi frétt í Morgunblaðinu: „Átta mánuðir fyrir stórfellda árás“ „Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í apríl árið 2021... “. Ef dómurinn er skoðaður, en þetta er mál nr. S-2437/2024 hjá Héraðsdómi Reykjaness, dómari Hulda Árnadóttir, verður myndin af þeim misþyrmingum, meiðslum og stórfelldu áverkum, sem fórnarlambið sætti, hrikaleg. Er þessi lýsing í dóminum svona: „...fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, sunnudagskvöldið 11. apríl 2021, í og fyrir framan íbúð nr. […] á annarri hæð í húsi nr. […] við […] í […], slegið A, kt. 000000-0000, að minnsta kosti tvisvar sinnum með krepptum hnefa í höfuðið en við höggin féll A tvívegis í gólfið, þrýst hendi á hnakka A, þar sem hann lá á maganum á gólfinu, og eftir að A var staðinn upp í seinna skiptið, kastað í eða slegið A með stól, lamið A í höfuð og búk með stólfæti en við það féll A í gólfið og síðan dregið A meðvitundarlausan og/eða meðvitundarlítinn fram á stigapall fyrir framan íbúðina, niður stigann og út á bifreiðastæði fyrir utan húsið, allt með þeim afleiðingum að A missti a.m.k. eina tönn og nokkrar aðrar tennur losnuðu og duttu úr nokkru síðar og/eða voru fjarlægðar, A hlaut 4-5 sm sár vinstra megin á hvirfli, lítið sár aftanvert á vinstra eyra, tvö sár á hægri augabrún, sár á vinstri augabrún, glóðuraugu á báðum augum, blæðingu í hvítu beggja augna, mikla bólgu yfir hægra augnloki, blæðingu í forhólf og glerhlaup og bjúg í sjónhimnu á hægra auga og sjónskerðingu og sjóntruflanir á báðum augum, mar á enni, sár og bólgu yfir nef og nefrót, mar yfir báðum kinnbeinum og á neðri vör og sést móta fyrir mynstrun sums staðar, mynstrað mar aftanvert á hálsi og upp í hnakkagrófina og hnakkann, mynstraða marbletti yfir allri hryggsúlunni og út frá henni og niður undir mjaðmagrind, dreifða marbletti víðsvegar um líkamann, þar á meðal mar yfir vinstri mjaðmakambi, mynstraða 2-2,5 sm línu á vinstra herðablaði, mynstrað línulega 2 sm breitt mar yfir hægra herðablaði og út á hægri öxl, mikla höfuðverki og svima og langvarandi andlegar afleiðingar, vanlíðan og kvíða“. Er þessi lýsing hrottaleg og með því versta, sem undirritaður hefur séð um vísvitandi meiðingar, limlestingar og miskunnarleysi - hér var auðvitað um skýran ásetning árásarmanns að ræða - og hvarlar að manni, að það hafi verið lán beggja, að ekki fór verr; að þessi árás hafi ekki leitt til háls- eða hryggjarbrots og varanlegrar lömunar eða dauða fórnarlambsins, sem hefði þá verið manndráp. Menn geta hér líka velt fyrir sér tilfinningalegu og andlegu ástandi fórnarlambsins; mun það nokkurn tíma jafna sig á þeim ótta og þeirri sálarkvöl, sem árásin olli því og mun eflaust sitja fast í undirmeðvitund og minningu þess ævilangt? Í nýlegu manndrápsmáli – auðvitað allt annað mál og aðstæður og atvik önnur, en hrottaskapur og vægðarleysi ekki ósvipaður – herti Landsréttur nýlega héraðsdóm úr tíu í tólf ára fangelsi. Og hvaða dóm fékk árásarmaðurinn í þessu máli? Hér kemur dómsorð dómarans: Dómsorð Ákærði, ... , sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 4.012.464 krónur,með vöxtum... Kröfu A um viðurkenningu á bótaskylduákærða vegna varanlegs líkamstjóns, sem hann hafi hlotið í kjölfar árásarinnar, er vísað frá dómi. Ákærðigreiði 1.215.948 krónurí sakarkostnað...“ Hér er árásarmaður dæmdur í umtalsverða fjársekt, en miskabætur eru þó ekki nema 1.500.000 krónur. Ég spyr mig: Hefði einhver verið tilbúinn í slík skipti? Hinn hluti fjárhæðarinnar er tilkominn vegna sjúkrakostnaðar og annars skaða brotaþola. Átta mánaða fangelsi er skilorðsbundið. Haldi árásarmaður almennt skilorð í tvö ár, fellur fangelsisrefsing niður. Tilgangur refsinga Ástæða er hér til að rifja stuttlega upp tilganginn með refsingum við lögbrotum: 1.Menn verða að bera ábyrgð á því, sem þeir gera, og bæta fyrir brot sín, eftir því, sem slíkt er hægt. Líf manna er nú ekki lengur tekið fyrir brot, ekki heldur manndráp, en menn sviptir frelsi sínu í staðinn. Fjársektir eru svo algeng refsi- og bótaleið. Mikið gengur þetta enn, eða á að ganga, út á gamla réttlætissjónarmiðið „Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn“. 2.Óyndismenn og illvirkjar eru teknir úr umferð, settir í fanglesi, til að tryggja almenn borgara gegn þeim og fyrirbyggja það, að þeir geti brotið frekar af sér. Vernd borgaranna. 3.Jafnhliða á refsing að vera viðvörun, skilaboð, til samfélagsþegna um það, að brot á reglum og lögum samfélagsins hafi afleiðingar, leiði til fjársekta eða frelsissviptinga í samræmi við alvarleika brots. Þessi síðasti þáttur er auðvitað mjög mikilvægur, en hann getur haft og hefur örugglega fyrirbyggjandi áhrif. Mér er til efs, að dómurinn í umræddu máli Héraðsdóms Reykjaness fullnægji þeim tilgangi, sem refsidómur á að hafa. Mildi hans virðist byggjast á tvennu: Skýrri játningu brotamanns og því, að langur tími hefði liðið milli brots og rannsóknar/ákæru. Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda. Höfundur er samfélagsrýnir.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun