Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var eldurinn í húsi í Suðurhlíðum í Reykjavík og var var tilkynnt um eldinn um hálf tólf.
Allir íbúar í húsinu sluppu ómeiddir út úr húsinu en þeim hafði sjálfum tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn.
Í færslu slökkviliðs á Facebook er fólk minnt á að vera á varðbergi og gera ráðstafanir gagnvart kuldanum hvað varðar vatn og vatnsleiðslur.