Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:56 Krstín Edwald formaður landskjörstjórnar segir að umsagnir stjórnarinnar um tvær kærur og tvö erindi vegna alþingiskosninganna verði lokið 14. janúar. Þá úrskurði Alþingi í málunum. Vísir Píratar í Suðvesturkjördæmi fara fram á í kæru sinni til landskjörstjórnar að alþingiskosningarnar verði gerðar ógildar. Formaður landskjörstjórnar segir að alls hafi tvö erindi og tvær kærur borist vegna kosninganna. Búist sé við að Alþingi fái umsögn um málin í næstu viku. Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira