Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 14:34 Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að stjórn þingflokks Samfylkingar hafi verið kjörin á þingflokksfundi í dag. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll eru þau nýir þingmenn flokksins. Fram kemur í tilkynningunni að kosningin hafi verið samhljóða og samkvæmt tillögu formanns. Guðmundur Ari tekur við stöðu þingflokksformanns af Loga Einarssyni sem nú hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. „Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ara um kjörið í tilkynningunni. Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014. Dagur ekki á blaði Margir höfðu velt vöngum yfir því hvort Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði útnefndur þingflokksformaður. Þótt Dagur sé einnig nýr á þingi líkt og Guðmundur Ari er hann einn reynslumesti stjórnmálamaðurinn í þingflokki Samfylkingarinnar, þó af vettvangi sveitarstjórnarmála. Ummæli Kristrúnar Frostadóttur, sem birtust opinberlega í aðdraganda kosninga, þar sem hún segir Dag vera aukaleikara og ekki ráðherraefni flokksins vöktu mikla athylgi og umtal. Nú liggur fyrir að Dagur verður hvorki ráðherra né þingflokksformaður. Enn á eftir að koma í ljós hverjir fara með formennsku í þingnefndum og gegna hlutverki varaforseta Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að stjórn þingflokks Samfylkingar hafi verið kjörin á þingflokksfundi í dag. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn þingflokksformaður, Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll eru þau nýir þingmenn flokksins. Fram kemur í tilkynningunni að kosningin hafi verið samhljóða og samkvæmt tillögu formanns. Guðmundur Ari tekur við stöðu þingflokksformanns af Loga Einarssyni sem nú hefur tekið til starfa sem menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. „Það er mikil ábyrgð og heiður sem fylgir því vera formaður í þingflokki jafnaðarmanna. Samfylkingin hefur átt öflugan þingflokk og eftir kosningar fjölgaði verulega í hópnum. Ég hlakka til að vinna með þessu fjölhæfa fólki í góðu samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og aðra flokka á Alþingi. Við höfum verk að vinna,“ er haft eftir Guðmundi Ara um kjörið í tilkynningunni. Guðmundur Ari hefur verið formaður framkvæmdastjórnar í Samfylkingunni frá landsfundi haustið 2022 en lætur nú af þeirri stöðu. Hann hefur setið í sveitarstjórn á Seltjarnarnesi frá árinu 2014. Dagur ekki á blaði Margir höfðu velt vöngum yfir því hvort Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði útnefndur þingflokksformaður. Þótt Dagur sé einnig nýr á þingi líkt og Guðmundur Ari er hann einn reynslumesti stjórnmálamaðurinn í þingflokki Samfylkingarinnar, þó af vettvangi sveitarstjórnarmála. Ummæli Kristrúnar Frostadóttur, sem birtust opinberlega í aðdraganda kosninga, þar sem hún segir Dag vera aukaleikara og ekki ráðherraefni flokksins vöktu mikla athylgi og umtal. Nú liggur fyrir að Dagur verður hvorki ráðherra né þingflokksformaður. Enn á eftir að koma í ljós hverjir fara með formennsku í þingnefndum og gegna hlutverki varaforseta Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira