„Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. janúar 2025 21:36 Emil Barja er að gera flotta hluti með kvennalið Hauka. Liðið er með sex stiga forskot á toppnum eftir sigurinn í kvöld. Visir/Diego Haukar heimsóttu Njarðvík í IceMar-höllina í kvöld þegar þrettánda umferð Bónus deild kvenna hóf göngu sína. Eftir mikla baráttu og voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem styrktu stöðu sína á toppnum með sjö stiga sigri 75-82. „Ótrúlega gott að vinna en mjög skrítinn leikur,“ sagði Emil Barja,þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum og þær voru að setja allt ofan í fyrri hálfleik, kannski ekki mikill varnarleikur en breyttist mikið í seinni hálfleik og vörnin mun þéttari og kannski erfiðari skot. Ég var bara ánægður með að við enduðum sem sigurvegarar,“ sagði Emil. Haukar leiddu á kafla með sautján stigum í fyrri hálfleik en fóru þó einungis með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. „Hann var mjög mikill rússíbani þessi leikur. Ég var líka mjög ánægður með hvað vörnin okkar kom svolítið saman og þjappaði sér í seinni hálfleik. Við vorum ekki að spila góða vörn fannst mér í fyrri hálfleik og vorum að gefa vitlausum leikmönnum opin skot og þær voru bara að setja skotin sín,“ sagði Emil. Emil Barja var virkilega ánægður með vörnina hjá sínu liði í fjórða leikhluta og vildi jafnvel meina að hún hafi siglt þessu yfir línuna fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn í fjórða fannst mér bara frábær hjá okkur. Við lokuðum á allt sem að þær reyndu að koma með í endann og mér fannst við mjög þéttar og mjög stífar. Það fannst mér það sem kláraði svolítið leikinn fyrir okkur,“ sagði Emil. Það var ekki mikið skorað í fjórða leikhluta sem var lýsandi fyrir baráttuna inni á vellinum undir restina. „Þetta var mjög öðruvísi leikur kannski miðað við fyrri hálfleikinn. Þetta var mikil barátta og svo kom reyndar smá „panic“ hjá mínum stelpum í fjórða. Við vorum að taka mjög snemma skot þegar við hefðum kannski átt aðeins að róa okkur niður og við hefðum geta fundið ennþá betra skot en mjög gott að klára þetta,“ sagði Emil. Það er gríðarlega þéttur pakki við topp deildarinnar og sterkur sigur Hauka styrkti stöðu þeirra á toppnum. „Mjög sterkur. Þetta er mjög jafnt núna. Þótt við séum efstar þá er ekki nema einn leikur og ef við hefðum tapað þessu þá veit ég ekki hvort þær hefðu farið fyrir ofan okkur en þá hefði þetta orðið rosalega jafnt þannig það er mjög gott að hafa unnið þessi lið við toppinn og við náum að halda okkur í efsta sæti,“ sagði Emil að lokum. Bónus-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
„Ótrúlega gott að vinna en mjög skrítinn leikur,“ sagði Emil Barja,þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum og þær voru að setja allt ofan í fyrri hálfleik, kannski ekki mikill varnarleikur en breyttist mikið í seinni hálfleik og vörnin mun þéttari og kannski erfiðari skot. Ég var bara ánægður með að við enduðum sem sigurvegarar,“ sagði Emil. Haukar leiddu á kafla með sautján stigum í fyrri hálfleik en fóru þó einungis með fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn. „Hann var mjög mikill rússíbani þessi leikur. Ég var líka mjög ánægður með hvað vörnin okkar kom svolítið saman og þjappaði sér í seinni hálfleik. Við vorum ekki að spila góða vörn fannst mér í fyrri hálfleik og vorum að gefa vitlausum leikmönnum opin skot og þær voru bara að setja skotin sín,“ sagði Emil. Emil Barja var virkilega ánægður með vörnina hjá sínu liði í fjórða leikhluta og vildi jafnvel meina að hún hafi siglt þessu yfir línuna fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn í fjórða fannst mér bara frábær hjá okkur. Við lokuðum á allt sem að þær reyndu að koma með í endann og mér fannst við mjög þéttar og mjög stífar. Það fannst mér það sem kláraði svolítið leikinn fyrir okkur,“ sagði Emil. Það var ekki mikið skorað í fjórða leikhluta sem var lýsandi fyrir baráttuna inni á vellinum undir restina. „Þetta var mjög öðruvísi leikur kannski miðað við fyrri hálfleikinn. Þetta var mikil barátta og svo kom reyndar smá „panic“ hjá mínum stelpum í fjórða. Við vorum að taka mjög snemma skot þegar við hefðum kannski átt aðeins að róa okkur niður og við hefðum geta fundið ennþá betra skot en mjög gott að klára þetta,“ sagði Emil. Það er gríðarlega þéttur pakki við topp deildarinnar og sterkur sigur Hauka styrkti stöðu þeirra á toppnum. „Mjög sterkur. Þetta er mjög jafnt núna. Þótt við séum efstar þá er ekki nema einn leikur og ef við hefðum tapað þessu þá veit ég ekki hvort þær hefðu farið fyrir ofan okkur en þá hefði þetta orðið rosalega jafnt þannig það er mjög gott að hafa unnið þessi lið við toppinn og við náum að halda okkur í efsta sæti,“ sagði Emil að lokum.
Bónus-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira