Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2025 12:55 Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir íbúi í Árskógum íhugar að flytja vegna vöruskemmunnar sem hefur risið við fjölbýlishúsið. vísir Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. Borgarstjórn ákvað í gær á fundi sínum að fela innri endurskoðun borgarinnar að gera stjórnsýsluúttekt á byggingu vöruskemmu við Álfabakka 2 í Breiðholti. Byggingin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að skyggja á útsýni íbúa í Árskógum, þá stendur fjölbýlishúsið þétt upp við vöruskemmuna. Byggingaraðilar hafa frest til mánaðarmóta Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær, mikilvægt að gera stjórnsýsluúttekt á málinu til komast að því hvað fór úrskeiðis og til að læra af því. „Við fórum fram á að byggingaraðilar hússins skili okkur tillögum fyrir lok mánaðarins um breytingar á húsinu. Stjórnsýsluúttekt er eitthvað sem tekur aðeins lengri tíma. Þar verður kannað hver ber ábyrgð á ferlinu en úttektin mun líka gefa okkur vísbendingar um hvernig við getum lært af þessu,“ sagði Einar. Tvö þúsund undirskriftir á nokkrum dögum Í vikunni var stofnað til undirskriftarlista á Island.is þar sem farið er fram á að framkvæmdir við Álfabakka verði stöðvaðar. Í morgun höfðu tæplega tvö þúsund manns skrifað undir. Íhuga að flytja Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir býr í Árskógum, fjölbýlishúsinu við vöruskemmuna. Hún segir málið í heild sorglegt. „Ég er döpur yfir þessu. Ég hefði aldrei nokkru tíma keypt húsnæði hér hefði ég vitað að þetta væri framtíðin. Að ég hefði bara þennan græna vegg sem útsýni í stað kvöldsólarinnar. Ingibjörg býr á jarðhæð í Árskógum og segir að í ofanálag hafi vöruskemman þau áhrif að minni dagsbirta berist inn í íbúðina en áður. „Ég og konan mín höfum verið að hugsa hvort við eigum að leggja á okkur að finna okkur annað húsnæði og flytja. Það var ekki alveg það sem við hugsum okkur þegar við fluttum inn árið 2021, að við þyrftum aftur á gamalsaldri að flytja búferlum,“ segir hún. Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta Ingibjörg segir stjórnsýsluúttekt ágæta en hefði viljað haga því máli á annan máta. „Það er fínasta mál að slík úttekt fari fram en ég sé ekki að það muni virka fyrir okkur. Mér sýnist svona stjórnsýsluákvörðun vera enn eitt dæmið um hvernig á að þagga þetta mál niður og sjá hvort við gefumst upp. Ég hefði frekar viljað að það væru utanaðkomandi sérfræðingar sem gerðu úttekt á þessu frekar en gera svona stjórnsýsluúttekt sem þýðir að sama fólkið er að fara að skoða sjálft sig,“ segir Ingibjörg. Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2a, Suður- Mjódd, þar sem hið umdeilda vöruhús Haga hefur valdið mikilli óánægju meðal íbúa. 7. janúar 2025 16:34 Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. janúar 2025 09:05 Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum. 18. desember 2024 23:41 Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Búseti hefur krafið borgina svara um deiliskipulag sem uppbygging ellefu þúsund metra vöruhúss við Álfabakka 2 byggir á. Skipulagið hafi komið borgarfulltrúum í opna skjöldu og breytingar sem gerðar voru árið 2022 hafi ekki verið í samræmi við lög. 18. desember 2024 20:50 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Borgarstjórn ákvað í gær á fundi sínum að fela innri endurskoðun borgarinnar að gera stjórnsýsluúttekt á byggingu vöruskemmu við Álfabakka 2 í Breiðholti. Byggingin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að skyggja á útsýni íbúa í Árskógum, þá stendur fjölbýlishúsið þétt upp við vöruskemmuna. Byggingaraðilar hafa frest til mánaðarmóta Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær, mikilvægt að gera stjórnsýsluúttekt á málinu til komast að því hvað fór úrskeiðis og til að læra af því. „Við fórum fram á að byggingaraðilar hússins skili okkur tillögum fyrir lok mánaðarins um breytingar á húsinu. Stjórnsýsluúttekt er eitthvað sem tekur aðeins lengri tíma. Þar verður kannað hver ber ábyrgð á ferlinu en úttektin mun líka gefa okkur vísbendingar um hvernig við getum lært af þessu,“ sagði Einar. Tvö þúsund undirskriftir á nokkrum dögum Í vikunni var stofnað til undirskriftarlista á Island.is þar sem farið er fram á að framkvæmdir við Álfabakka verði stöðvaðar. Í morgun höfðu tæplega tvö þúsund manns skrifað undir. Íhuga að flytja Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir býr í Árskógum, fjölbýlishúsinu við vöruskemmuna. Hún segir málið í heild sorglegt. „Ég er döpur yfir þessu. Ég hefði aldrei nokkru tíma keypt húsnæði hér hefði ég vitað að þetta væri framtíðin. Að ég hefði bara þennan græna vegg sem útsýni í stað kvöldsólarinnar. Ingibjörg býr á jarðhæð í Árskógum og segir að í ofanálag hafi vöruskemman þau áhrif að minni dagsbirta berist inn í íbúðina en áður. „Ég og konan mín höfum verið að hugsa hvort við eigum að leggja á okkur að finna okkur annað húsnæði og flytja. Það var ekki alveg það sem við hugsum okkur þegar við fluttum inn árið 2021, að við þyrftum aftur á gamalsaldri að flytja búferlum,“ segir hún. Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta Ingibjörg segir stjórnsýsluúttekt ágæta en hefði viljað haga því máli á annan máta. „Það er fínasta mál að slík úttekt fari fram en ég sé ekki að það muni virka fyrir okkur. Mér sýnist svona stjórnsýsluákvörðun vera enn eitt dæmið um hvernig á að þagga þetta mál niður og sjá hvort við gefumst upp. Ég hefði frekar viljað að það væru utanaðkomandi sérfræðingar sem gerðu úttekt á þessu frekar en gera svona stjórnsýsluúttekt sem þýðir að sama fólkið er að fara að skoða sjálft sig,“ segir Ingibjörg.
Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2a, Suður- Mjódd, þar sem hið umdeilda vöruhús Haga hefur valdið mikilli óánægju meðal íbúa. 7. janúar 2025 16:34 Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. janúar 2025 09:05 Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum. 18. desember 2024 23:41 Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Búseti hefur krafið borgina svara um deiliskipulag sem uppbygging ellefu þúsund metra vöruhúss við Álfabakka 2 byggir á. Skipulagið hafi komið borgarfulltrúum í opna skjöldu og breytingar sem gerðar voru árið 2022 hafi ekki verið í samræmi við lög. 18. desember 2024 20:50 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun gera ítarlega stjórnsýsluúttekt á skipulagsferlinu er varðar Álfabakka 2a, Suður- Mjódd, þar sem hið umdeilda vöruhús Haga hefur valdið mikilli óánægju meðal íbúa. 7. janúar 2025 16:34
Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. janúar 2025 09:05
Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum. 18. desember 2024 23:41
Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Búseti hefur krafið borgina svara um deiliskipulag sem uppbygging ellefu þúsund metra vöruhúss við Álfabakka 2 byggir á. Skipulagið hafi komið borgarfulltrúum í opna skjöldu og breytingar sem gerðar voru árið 2022 hafi ekki verið í samræmi við lög. 18. desember 2024 20:50