Af hverju langar Trump í Grænland? Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 14:31 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Grænland verði að tilheyra Bandaríkjunum. vísir Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. Í gær var Trump spurður út í ummæli sín um að eignast Grænland og hótaði hann að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Hann neitaði einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi, og Panamaskurðinum einnig. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis.“ Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna. Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, sagði dönskum blaðamönnum í gær að hann liti ummæli Trumps alvarlegum augum en hann hefur einnig sagt að Grænland tilheyri Grænlendingum og það sé þeirra að ákveða eigin framtíð. Sjá einnig: Ætlar að hitta kónginn í dag Trump viðraði einnig möguleg kaup á Grænlandi á fyrra kjörtímabili sínu og er sagður hafa stungið upp á því að Bandaríkin og Danmörk skiptust á Grænlandi og Púertó Ríkó. Árið 2019 hætti Trump við fyrirhugaða ferð til Danmerkur eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, hafnaði hugmyndum hans um Grænland. Margir velta því ef til vill fyrir sér, hvað það sé sem valdi því að Trump líti Grænland svo hýru auga. Stutta svarið er: Auðlindir. Frá blaðamannafundi Trumps í gær. Þar ítrekaði hann enn eina ferðina að Bandaríkin „þyrftu“ Grænland.AP/Evan Vucci Ísinn hverfur Grænland er eins og flestir Íslendingar vita eflaust stærsta eyja heims. Landið er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Áköll eftir fullu sjálfstæði Grænlands verða þar sífellt háværari. Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Þó Trump hafi ítrekað kallað veðurfarsbreytingar kínverskt gabb eru þær stór hluti þess að hann vill eignast Grænland. Stór hluti eyjunnar er þakinn jöklum en sérfræðingar segja veðurfarsbreytingar vera að breyta því hratt. Meðalhiti á þessu svæði hefur hækkað allt að fjórum sinnum hraðar en annars staðar í heiminum, eins og vísindamaður sagði í samtali við AP fréttaveituna. Samhliða því hafa jöklarnir hopað og er útlit fyrir að það muni halda áfram. Talið er að frá 1992 hafi Grænland misst um 169 milljarða tonna af snjó og klaka á ári, að meðaltali. Árið 2019 var magnið metið 444 milljarðar tonna. Sérfræðingar telja að ef allur ís Grænlands myndi bráðna gætu heimshöfin hækkað um 7,4 metra. Undir þessum jöklum er talið að finna megi gífurlegt magn auðlinda eins og olíu, jarðgas, kopar, nikkel, kóbalt og úran en kannski sérstaklega svokallaða sjaldgæfa málma. Sjaldgæfir og dýrmætir málmar Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Málmarnir eru nauðsynlegir við framleiðslu nútíma tækja og tóla, tölva , rafhlaðna og við framleiðslu hergagna og vopna. Talið er að eftirspurn eftir þessum málmum og notkun þeirra muni eingöngu aukast í framtíðinni. Þess vegna hafa þessir málmar orðið sífellt mikilvægari á undanförnum árum og hafa stórveldi heimsins gjóað augum sínum til Grænlands. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Undir lok síðasta árs gerðist það í fyrsta sinn að ráðamenn í Kína lokuðu á aðgengi Bandaríkjamanna að nokkrum tegundum sjaldgæfra málma. Þeir málmar eru meðal annars notaðir við framleiðslu hálfleiðara, ljósleiðara, sólarsella og byssukúlna, svo eitthvað sé nefnt. Það að ráðamenn í Kína geti takmarkað aðgengi Bandaríkjamanna að tilteknum sjaldgæfum málmum, eða jafnvel komið alfarið í veg fyrir það, hefur lengi þótt áhyggjuefni í Washington DC, og víðar, enda gæti það haft umfangsmikil áhrif á efnahag Bandaríkjanna og getu til hergagnaframleiðslu. Þá hafa Kínverjar áttað sig á því að það að beita ráðandi stöðu sinni með slíkum hætti myndi koma niður á þeirri stöðu til lengri tíma. Leiðtogar heimsins myndu taka skref til að verða sér út um sjaldgæfa málma annars staðar frá. Einn staður sem litið hefur verið til er Grænland, eins og fram kemur hér að ofan. Nýjar siglingaleiðar mikilvægar Undanhald íssins á norðurslóðum mun einnig opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi. Samkvæmt greiningu sem vitnað er í í frétt New York Times segir að skipasiglingum um norðurslóðir hafi fjölgað um 37 prósent á undanförnum áratug. NYT hefur eftir Robert C. O‘Brien, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps á síðasta kjörtímabili hans, að Grænland sé „hraðbraut“ frá norðurskautinu til Bandaríkjanna. Landið væri gífurlega mikilvægt á norðurslóðum og þær yrðu mikilvægur vígvöllur framtíðarinnar vegna hlýnunar og fjölgun siglingaleiða. Fréttaskýringar Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Kína Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 13:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Í gær var Trump spurður út í ummæli sín um að eignast Grænland og hótaði hann að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Hann neitaði einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi, og Panamaskurðinum einnig. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis.“ Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna. Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, sagði dönskum blaðamönnum í gær að hann liti ummæli Trumps alvarlegum augum en hann hefur einnig sagt að Grænland tilheyri Grænlendingum og það sé þeirra að ákveða eigin framtíð. Sjá einnig: Ætlar að hitta kónginn í dag Trump viðraði einnig möguleg kaup á Grænlandi á fyrra kjörtímabili sínu og er sagður hafa stungið upp á því að Bandaríkin og Danmörk skiptust á Grænlandi og Púertó Ríkó. Árið 2019 hætti Trump við fyrirhugaða ferð til Danmerkur eftir að Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, hafnaði hugmyndum hans um Grænland. Margir velta því ef til vill fyrir sér, hvað það sé sem valdi því að Trump líti Grænland svo hýru auga. Stutta svarið er: Auðlindir. Frá blaðamannafundi Trumps í gær. Þar ítrekaði hann enn eina ferðina að Bandaríkin „þyrftu“ Grænland.AP/Evan Vucci Ísinn hverfur Grænland er eins og flestir Íslendingar vita eflaust stærsta eyja heims. Landið er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Áköll eftir fullu sjálfstæði Grænlands verða þar sífellt háværari. Danmörk og Bandaríkin hafa lengi verið bandamenn í Atlantshafsbandalaginu og gerðu á árum áður varnarsáttmála sem gerði Bandaríkjamönnum kleift að vera með hernaðarviðveru á Grænlandi. Meðal annars í herstöðinni Thule. Þó Trump hafi ítrekað kallað veðurfarsbreytingar kínverskt gabb eru þær stór hluti þess að hann vill eignast Grænland. Stór hluti eyjunnar er þakinn jöklum en sérfræðingar segja veðurfarsbreytingar vera að breyta því hratt. Meðalhiti á þessu svæði hefur hækkað allt að fjórum sinnum hraðar en annars staðar í heiminum, eins og vísindamaður sagði í samtali við AP fréttaveituna. Samhliða því hafa jöklarnir hopað og er útlit fyrir að það muni halda áfram. Talið er að frá 1992 hafi Grænland misst um 169 milljarða tonna af snjó og klaka á ári, að meðaltali. Árið 2019 var magnið metið 444 milljarðar tonna. Sérfræðingar telja að ef allur ís Grænlands myndi bráðna gætu heimshöfin hækkað um 7,4 metra. Undir þessum jöklum er talið að finna megi gífurlegt magn auðlinda eins og olíu, jarðgas, kopar, nikkel, kóbalt og úran en kannski sérstaklega svokallaða sjaldgæfa málma. Sjaldgæfir og dýrmætir málmar Sjaldgæfir málmar svokallaðir finnast víðsvegar í skorpu jarðarinnar en þeir finnast sjaldan í æðum eða á takmörkuðum svæðum og eru þessi stað oftar en ekki dreifðir í bergi. Það getur því reynst erfitt að sækja þá í jörðina og vinnsla þeirra er sömuleiðis erfið og hefur slæm áhrif á umhverfið. Málmarnir eru nauðsynlegir við framleiðslu nútíma tækja og tóla, tölva , rafhlaðna og við framleiðslu hergagna og vopna. Talið er að eftirspurn eftir þessum málmum og notkun þeirra muni eingöngu aukast í framtíðinni. Þess vegna hafa þessir málmar orðið sífellt mikilvægari á undanförnum árum og hafa stórveldi heimsins gjóað augum sínum til Grænlands. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Undir lok síðasta árs gerðist það í fyrsta sinn að ráðamenn í Kína lokuðu á aðgengi Bandaríkjamanna að nokkrum tegundum sjaldgæfra málma. Þeir málmar eru meðal annars notaðir við framleiðslu hálfleiðara, ljósleiðara, sólarsella og byssukúlna, svo eitthvað sé nefnt. Það að ráðamenn í Kína geti takmarkað aðgengi Bandaríkjamanna að tilteknum sjaldgæfum málmum, eða jafnvel komið alfarið í veg fyrir það, hefur lengi þótt áhyggjuefni í Washington DC, og víðar, enda gæti það haft umfangsmikil áhrif á efnahag Bandaríkjanna og getu til hergagnaframleiðslu. Þá hafa Kínverjar áttað sig á því að það að beita ráðandi stöðu sinni með slíkum hætti myndi koma niður á þeirri stöðu til lengri tíma. Leiðtogar heimsins myndu taka skref til að verða sér út um sjaldgæfa málma annars staðar frá. Einn staður sem litið hefur verið til er Grænland, eins og fram kemur hér að ofan. Nýjar siglingaleiðar mikilvægar Undanhald íssins á norðurslóðum mun einnig opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi. Samkvæmt greiningu sem vitnað er í í frétt New York Times segir að skipasiglingum um norðurslóðir hafi fjölgað um 37 prósent á undanförnum áratug. NYT hefur eftir Robert C. O‘Brien, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps á síðasta kjörtímabili hans, að Grænland sé „hraðbraut“ frá norðurskautinu til Bandaríkjanna. Landið væri gífurlega mikilvægt á norðurslóðum og þær yrðu mikilvægur vígvöllur framtíðarinnar vegna hlýnunar og fjölgun siglingaleiða.
Fréttaskýringar Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Kína Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 13:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19
Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 13:06