Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2025 13:45 Mike De Decker vann Grand Prix á síðasta ári. getty/Nathan Stirk Belginn Mike De Decker er æfur yfir því að gengið hafi verið framhjá honum í vali á keppendum fyrir úrvalsdeildina í pílukasti. Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Sjá meira
Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Sjá meira