Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar 9. janúar 2025 07:01 Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum. Ég var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg og ættu ekkert erindi í umræðu um geðheilbrigði. En forvitni mín varð sterkari en dómharkan. Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um hugvíkkandi efni, sérstaklega psilocybinsveppi. Mér fannst áhugavert hvernig vísindamenn og hugsuðir fjölluðu um möguleg jákvæð áhrif þessara efna þegar þau eru notuð í öruggu umhverfi með fagaðstoð. Þegar ég kafaði dýpra í rannsóknir sá ég að psilocybinsveppir hafa verið rannsakaðir sem meðferðarúrræði við alvarlegu þunglyndi, kvíða, fíkn og áföllum. Kerfisbundnar yfirlitsgreinar, sem taka saman niðurstöður margra rannsókna, benda til þess að þessi efni geti haft veruleg jákvæð áhrif á geðheilbrigði. Til dæmis sýna rannsóknir að hugvíkkandi efni geta sterklega minnkað kvíða og þunglyndi. Mikilvægt er þó að nefna að flestar rannsóknir eru á byrjunarstigi. Því þarf meiri gögn og lengri eftirfylgni til að staðfesta niðurstöður. Engu að síður sýna rannsóknir að árangur byggist á réttri umgjörð þar sem þátttakendur fá faglega leiðsögn og stuðning. Hver er lærdómurinn? Það er mikilvægt að nálgast þessi efni með forvitni og opnum huga. Þetta þýðir ekki að við eigum að samþykkja þau án umhugsunar, heldur að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum, frekar en fordómum. Þetta er einmitt sem þú getur gert á ráðstefnunni Psychedelics as Medicine í febrúar næstkomandi. Þar munu leiðandi sérfræðingar deila nýjustu rannsóknum á þessu sviði. Hvort sem þú sannfærist eða ekki, þá er það ábyrgð okkar að halda opnu fyrir umræðu sem gæti breytt lífum fólks til hins betra. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði. Heimildir Aday, J. S., Mitzkovitz, C. M., Bloesch, E. K., Davoli, C. C., & Davis, A. K. (2020). Long-term effects of psychedelic drugs: A systematic review. Neuroscience & Biobehavioral Reviews, 113, 179–189. https://doi.org/10.1016/j.neubiorev.2020.03.017 Amada, N., & Shane, J. (2022). Self-Actualization and the Integration of Psychedelic Experience: The Mediating Role of Perceived Benefits to Narrative Self-Functioning. Journal of Humanistic Psychology, 002216782210996. https://doi.org/10.1177/00221678221099680 Andersen, K. A. A., Carhart‐Harris, R., Nutt, D. J., & Erritzoe, D. (2021). Therapeutic effects of classic serotonergic psychedelics: A systematic review of modern‐era clinical studies. Acta Psychiatrica Scandinavica, 143(2), 101–118. https://doi.org/10.1111/acps.13249 Ko, K., Kopra, E. I., Cleare, A. J., & Rucker, J. J. (2023). Psychedelic therapy for depressive symptoms: A systematic review and meta-analysis. Journal of Affective Disorders, 322, 194–204. https://doi.org/10.1016/j.jad.2022.09.168 Leger, R. F., & Unterwald, E. M. (2022). Assessing the effects of methodological differences on outcomes in the use of psychedelics in the treatment of anxiety and depressive disorders: A systematic review and meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 36(1), 20–30. https://doi.org/10.1177/02698811211044688 Marchi, M., Farina, R., Rachedi, K., Laonigro, F., Žuljević, M. F., Pingani, L., Ferrari, S., Somers, M., Boks, M. P. M., & Galeazzi, G. M. (2024). Psychedelics as an intervention for psychological, existential distress in terminally ill patients: A systematic review and network meta-analysis. Journal of Psychopharmacology, 02698811241303594. https://doi.org/10.1177/02698811241303594
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar