Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:03 Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vilhelm Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. Við ræðum við eigendur kattarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og verðum með Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni hjá MAST, í viðtali í beinni útsendingu. Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Við förum yfir ótrúlegar vendingar á alþjóðasviðinu síðasta sólarhringinn og ræðum við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar, í beinni útsendingu í myndveri. Þá sýnum við sláandi myndir frá stjórnlausum skógareldum sem geisa í Los Angeles og hittum íbúa í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða, sem missti heimili sitt í bruna í nótt. Hún segir borgina verða að finna byggðinni öruggari stað. Nýr og hvimleiður vandi gerir nú vart við sig í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Fundarherbergi á fimmtu hæð leikur reglulega á reiðiskjálfi vegna hraðahindrunar fyrir framan húsið. Formaður Flokks fólksins segist aldrei hafa upplifað annað eins. Í Sportpakkanum hittum við Teit Örn Einarsson, landsliðsmann í handbolta, sem hyggst ekki láta nýtt tækifæri renna sér úr greipum. Og í Íslandi í dag kynnumst við stjörnum Guðaveiga, nýrrar íslenskar kvikmyndar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 8. janúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Við ræðum við eigendur kattarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og verðum með Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni hjá MAST, í viðtali í beinni útsendingu. Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Við förum yfir ótrúlegar vendingar á alþjóðasviðinu síðasta sólarhringinn og ræðum við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar, í beinni útsendingu í myndveri. Þá sýnum við sláandi myndir frá stjórnlausum skógareldum sem geisa í Los Angeles og hittum íbúa í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða, sem missti heimili sitt í bruna í nótt. Hún segir borgina verða að finna byggðinni öruggari stað. Nýr og hvimleiður vandi gerir nú vart við sig í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Fundarherbergi á fimmtu hæð leikur reglulega á reiðiskjálfi vegna hraðahindrunar fyrir framan húsið. Formaður Flokks fólksins segist aldrei hafa upplifað annað eins. Í Sportpakkanum hittum við Teit Örn Einarsson, landsliðsmann í handbolta, sem hyggst ekki láta nýtt tækifæri renna sér úr greipum. Og í Íslandi í dag kynnumst við stjörnum Guðaveiga, nýrrar íslenskar kvikmyndar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 8. janúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira