Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 09:40 Herbert Kickl, leiðtogi Frelsisflokksins, reynir nú að tjasla saman ríkisstjórn með flokki sem lýst hefur óbeit á honum. AP/Heinz-Peter Bader Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra. Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, fól Herberti Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, að mynda ríkisstjórn á mánudag eftir að viðræður Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata fóru út um þúfur. Karl Nehammer, fráfarandi kanslari, sagði af sér sem leiðtogi Þjóðarflokksins í kjölfarið. Frelsisflokkurinn hlaut flest atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í september. Það var í fyrsta skipti sem öfgahægriflokkur vann kosningasigur í landinu frá því að nasistar réðu ríkjum í Austurríki í kringum síðari heimsstyrjöld. Frelsisflokkurinn var stofnaður af fyrrverandi nasistum. Kickl, sem er einn óvinsælasti stjórnmálamaður Austurríkis, reynir nú að mynda ríkisstjórn með Þjóðarflokknum þrátt fyrir að forsvarsmenn þess flokks hefðu áður heitið því að sniðganga Frelsisflokkinn undir forystu Kickl. Nehammer kallaði Kickl meðal annars ógn við öryggi landsins. Á fyrsta fréttamannafundi sínum eftir að hann fékk umboðið á þriðjudag hét Kickl því að stjórna landinu „heiðarlega“. Gengu viðræðurnar ekki eftir væri hann reiðubúinn að ganga aftur til kosninga. Frelsisflokkurinn mælist enn sterkari í skoðanakönnunum um þessar mundir en í kosningunum í haust. Nota gamlan titil Hitlers yfir leiðtoga sinn Kickl er aðdáandi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, og er andsnúinn því að Evrópusambandið aðstoði Úraínumenn og beiti Rússa refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra. Í kórónuveirufaraldrinum eltist hann við glórulausar samsæriskenningar líkt og aðrir vestræni öfgahægrimenn. Frelsisflokkurinn hefur staðið fyrir harða innflytjendastefnu og aðhyllist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna líkt og skoðanasystkini hans í Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Ólíkt AfD hefur Frelsisflokkurinn enn ekki talað fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að Frelsisflokkurinn frábiðji sér samlíkingar við nasista hefur hann ekki hikað við að dubba Kickl upp sem „þjóðarkanslarann“. Það var titill sem nasistar notuðu um Adolf Hitler áður en hann var þekktur sem foringinn (þ. Der Führer), að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Hitler fæddist í Austurríki en innlimaði síðar heimalandið í þýska ríkið eftir að hann varð kanslari og einræðisherra Þýskalands árið 1938. Hlutfallslega margir Austurríkismenn störfuðu í útrýmingarbúðum nasista og í stormsveitum þeirra.
Austurríki Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57
Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4. janúar 2025 23:31