„Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 20:22 Viðvarandi skortur hefur verið á heitu vatni í Hveragerði vegna bilaðs mótors í borholu. Vísir/Samsett Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur skorað á Orkuveitu Reykjavíkur að tryggja Hvergerðingum fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni. Formaður bæjarráðs segir viðvarandi skort verið á heitu vatni frá í byrjun desember. Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku. Hveragerði Vatn Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku.
Hveragerði Vatn Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira