Trump ekki dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 15:08 Mótmlælendur komu saman við dómshúsið í New York. Einhverjir til að styðja Trump og aðrir til að mótmæla á þeim grunni að dómskerfið hafi tekið hann vetlingatökum. AP/Yuki Iwamura Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“ Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34