Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 08:19 Það var óvenjurólegt hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt miðað við oft áður. Kannski var það færðin. Vísir/Vilhelm Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira