Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 08:37 Gangandi vegfarendur verða að passa sig á hálkunni í dag. Hún er lúmsk. Vonandi verður hún farin í vikunni ef það hlýnar áfram. vísir/vilhelm Allmikið lægðardrag hreyfist norðaustur yfir landið í dag og veldur suðaustanstrekkingi með rigningu og hlýindum, einkum á suðaustanverðu landinu. Veðurviðvaranir vegna hvassviðris og hláku eru í gildi um allt land og er búist við talsverðri leysingu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar er einnig vakin athygli vegfarenda og gangandi á því að hálkublettir leynast víða. Rigning víða um land og suðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu. Hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Lægir og dregur úr vætu með morgninum, en áfram rigning austanlands fram eftir kvöldi. Veðrið fer hlýnandi, hiti þrjú til ellefu stig að deginum, en kólnar talsvert í nótt og sums staðar verður vægt frost. Í kjölfarið muni lægðirnar koma hver af annarri með tilheyrandi vætu og hlýindum. Það snúist líklega í norðanátt þegar líður á vikuna og kólni svo talsvert með éljum eða snjókomu, einkum norðanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og allvíða rigning eða súld, en skúrir eftir hádegi. Styttir upp á norðaustanverðu landinu um kvöldið. Hlýnandi veður og hiti tvö til átta stig seinnipartinn. Á þriðjudag: Suðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Rigning, einkum syðra, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti þrjú til átta stig. Á miðvikudag: Allhvöss eða hvöss suðlæg átt, víða rigning og milt veður, en gengur í noranhvassviðri með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri vestantil síðdegis. Á fimmtudag: Hægir vindar og úrkomulítið, gengur í stífa norðanátt með snjókomu austantil um kvöldið. Talsvert frost víða um land. Á föstudag: Norðaustlæg átt og él á víð og dreif, en hvessir og snjóar víða um kvöldið. Áfram kalt í veðri. Á laugardag: Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með snjókomu eða éljagangi og svölu veðri. Veður Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar er einnig vakin athygli vegfarenda og gangandi á því að hálkublettir leynast víða. Rigning víða um land og suðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu. Hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Lægir og dregur úr vætu með morgninum, en áfram rigning austanlands fram eftir kvöldi. Veðrið fer hlýnandi, hiti þrjú til ellefu stig að deginum, en kólnar talsvert í nótt og sums staðar verður vægt frost. Í kjölfarið muni lægðirnar koma hver af annarri með tilheyrandi vætu og hlýindum. Það snúist líklega í norðanátt þegar líður á vikuna og kólni svo talsvert með éljum eða snjókomu, einkum norðanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og allvíða rigning eða súld, en skúrir eftir hádegi. Styttir upp á norðaustanverðu landinu um kvöldið. Hlýnandi veður og hiti tvö til átta stig seinnipartinn. Á þriðjudag: Suðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Rigning, einkum syðra, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti þrjú til átta stig. Á miðvikudag: Allhvöss eða hvöss suðlæg átt, víða rigning og milt veður, en gengur í noranhvassviðri með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri vestantil síðdegis. Á fimmtudag: Hægir vindar og úrkomulítið, gengur í stífa norðanátt með snjókomu austantil um kvöldið. Talsvert frost víða um land. Á föstudag: Norðaustlæg átt og él á víð og dreif, en hvessir og snjóar víða um kvöldið. Áfram kalt í veðri. Á laugardag: Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með snjókomu eða éljagangi og svölu veðri.
Veður Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Sjá meira