Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 21:09 Raphinha hefur verið frábær hjá Barcelona á tímabilinu. Vísir/Getty Barcelona vann í kvöld Ofurbikarinn í spænska boltanum eftir að hafa rúllað yfir erkifjendur sína í úrslitaleik. Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira