Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 21:09 Raphinha hefur verið frábær hjá Barcelona á tímabilinu. Vísir/Getty Barcelona vann í kvöld Ofurbikarinn í spænska boltanum eftir að hafa rúllað yfir erkifjendur sína í úrslitaleik. Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum. Spænski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Sjá meira
Leikur liðanna fór fram á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Barcelona lagði Athletic Bilbao 2-0 í undanúrslitum keppninnar en Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á Mallorca. Það var því búið að dúka upp fyrir sannkallaða veislu í kvöld og áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð. Mark Kylian Mbappe í upphafi leiks var skammgóður vermir fyrir lið Real Madrid.Vísir/Getty Strax á 5. mínútu skoraði stórstjarnan Kylian Mbappe fyrsta mark leiksins og kom Real Madrid í forystu eftir að hafa fengið sendingu frá Vinicius Jr. Ef einhverjir héldu að þetta hefði slökkt neistann hjá liði Barcelona þá höfðu þeir heldur betur rangt fyrir sér því Börsungar svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Lamine Yamal á 22. mínútu áður en Robert Lewandowski kom Barcelona í forystu á 36. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði síðan Raphinha og þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Alejandro Balde og Barcelona komið með 4-1 forystu. Börsungar skemmtu sér vel í kvöld.Vísir/Getty Niðurlæging Real Madrid hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks þegar Raphinha skoraði sitt annað mark og kom Barcelona í 5-1. Sem betur fer fyrir lærisveina Carlo Ancelotti fékk markvörður Barcelona Wojciech Szczesny rautt spjald skömmu síðar fyrir að brjóta á Mbappe fyrir utan vítateig. Þetta riðlaði leik Barcelona töluvert og ekki bætti úr skák að Rodrygo skoraði beint úr aukaspyrnunni sem dæmd var og því þurfti varamarkvörðurinn Inaki Pena að byrja á því að sækja boltann í netið. Anybody up for some FIVE GUYS? 🍔🍟— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2025 Mörkin urðu þó ekki fleiri. Barcelona vann 5-2 sigur og eru því sigurvegari Ofurbikarsins þetta árið. Það ætti að gefa liðinu aukið sjálfstraust því liðinu gekk bölvanlega í síðustu leikjum sínum fyrir áramót og missti niður forystu sína á toppnum og er nú sex stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir nágrönnum sínum.
Spænski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Sjá meira