Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2025 16:31 Árásin var framin í húsnæði við Vatnagarða í Reykjavík. Vísir/Einar Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“. Nokkuð mikið hefur verið fjallað um frelsissviptinguna en talsverða athygli vakti á sínum tíma þegar mönnunum, sem hafa nú verið ákærðir, var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Faðir fórnarlambsins sagði þá í samtali við Vísi að mennirnir hefði reynt að drepa son hans en Landsréttur ákveðið að sleppa þeim. Það væru mikil vonbrigði að dómarar við Landsrétt hafi aðeins horft til alvarlegasta áverkans, skurðar á slagæð, við mat á hvort framlengja ætti gæsluvarðhald yfir mönnunum. Narraði æskuvin sinn til að koma í heimsókn Í ákærunni segir að einn mannanna hafi mælt sér mót við fórnarlambið að heimili sínu í Vatnagörðum. Faðir fórnarlambsins greindi frá því á sínum tíma að maðurinn og sonur hans væru æskuvinir og hefðu verið saman í grunnskóla í Garðabæ. „Við tókum meintan árásarmann með í skíðaferðalag í æsku. Við vorum góð við hann,“ sagði hann. Þegar í Vatnagarða var komið hafi æskuvinurinn leitt fórnarlambið inn í herbergi, þar sem annar maður hafi beðið með límbandsrúllu í hönd. Þegar fórnarlambið sá það hafi það reynt að forða sér út en verið meinuð útganga. Í framhaldinu hafi maðurinn sem beið kýlt fórnarlambið ítrekað í höfuð og vinstri síðu með krepptum hnefa. Á meðan hafi æskuvinurinn staðið hjá með límbandsrúlluna í hönd. Þeir hafi síðan í sameiningu bundið fórnarlambið við stól með límbandi og dragböndum og annar maðurinn klætt hann úr öllu nema nærbuxum og sokkum. Fyrir þetta sæta mennirnir tveir ákæru fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot. Sló, steig á maga hans og lét hann afklæðast Maðurinn sem beið fórnarlambsins í Vatnagörðum er einnig ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, hótanir, brot gegn blygðunarsemi, kynferðislega áreitni og ólögmæta nauðung gagnvart fórnarlambinu á meðan á frelsissviptingunni stóð. Í ákærunni segir að hann hafi meðal annars klætt hann úr fötunum gegn hans vilja og þvingað hann með ofbeldi og hótunum til að klæða sig úr fötunum, slegið hann ítrekað með flötum lófa og krepptum hnefa í höfuð og líkama og hótað honum ítrekað að slá hann með flötum lófa og krepptum hnefa, tekið hann ítrekað hálstaki, notað límband og dragbönd til þess að binda hann, slegið hann með belti í höfuðið, veitt honum hnéspörk í líkamann, meðal annars í kviðinn, rekið brot úr spegli í síðuna á honum, stigið á magann á honum og hótað því að reka brotið í hann, gefið honum tvívegis olnbogaskot í höfuð hans, tekið niður um sig buxurnar og rekið rassinn á sér í andlit hans og sagt við hann „sleiktu þetta“ og „kysstann“. Hann hafi dregið brot úr spegli eftir baki hans, hótað að beita hann ofbeldi með kúluhamri, slegið hann í líkamann og potað í líkama hans með röri meðal annars í höfuðið og hótað því að beita rörinu frekar gegn honum, þvingað hann til þess að klæða sig úr nærbuxunum þannig að hann var nakinn og rekið rörið í klofið á honum í tvígang þar sem hann sat í hnipri og króaður af í einu horni herbergisins, látið hann klæða sig úr nærbuxunum, tekið brot úr spegli og dregið eftir baki hans á meðan fórnarlambið bað hann um að hætta, hafa á nýjan leik tekið niður um sig buxurnar og rekið rassinn á sér í andlit hans. Öll þessi atburðarrás hafi verið tekin upp á myndavél sem mennirnir hafi stillt upp í herberginu. Útbreiddir áverkar Í ákærunni segir að fórnarlambið hafi skömmu eftir þetta komist út úr herberginu og loks út úr húsinu að Vatnagörðum 18. Hann hafi hlaupið áleiðis að Vatnagörðum 22 og reynt að vekja athygli á sér með því að brjóta rúðu í húsinu. Mennirnir tveir hafi komið að Vatnagörðum 22 og handsamað hann á ný. Maðurinn, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás, hafi dregið hann inn í bifreið þar sem hann skar hann með eggvopni í aftanverðan hægri upphandlegg. Mikið blæddi úr handlegg mannsins.Aðsend Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að fórnarlambið hlaut útbreidda áverka víðsvegar um líkamann. Á aftanverðum hægri upphandlegg hafi hann hlotið fimmtán sentimetra skurð sem náði inn í þríhöfða með virkri slagæðarblæðingu, mikla bólgu á vinstri vör og á andliti vinstra megin, marbletti kringum vinstra auga og rispur á hálsi hægra megin, um það bil tuttugu sentimetra rispu á vinstri síðu, litla skurði á hægri olnboga og hægri framhandlegg og brot á ristarbeinum. Þriðji maður kom ekki til hjálpar Loks segir að þriðji maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás, hótanir, kynferðislega áreitni og fyrir að hafa látið fyrir farast að koma manninum til bjargar á meðan á frelsissviptingunni stóð. Hann hafi rekið hægri fótinn á sér í rassinn á manninum á meðan sá sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás hélt honum niðri á fjórum fótum, eftir að hafa tekið niður um hann nærbuxurnar. Þá hafi hann kýlt fórnarlambið með krepptum hnefa í vinstri öxl og ýtt við því ítrekað með krepptum hnefa. Loks hafi hann yfirgefið herbergi án þess að gera nokkrum manni viðvart um frelsissviptinguna þannig að hægt hefði verið að koma fórnarlambinu til hjálpar og þannig látið sér í léttu rúmi liggja hvað yrði um manninn. Þess er krafist að mennirnir verði allir dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist af hálfu fórnarlambsins að mennirnir greiði honum fimm milljónir óskipt í skaðabætur. Með tugi grunsamlegra milljóna Þá er einn mannanna, æskuvinur fórnarlambsins, einnig ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, fíkniefnalagabrot og peningaþvætti. Í ákæru segir að maðurinn hafi reynt að taka á móti um 530 grömmum af metamfetamínkristöllum, sem komið hafði verið fyrir í póstsendingu frá Malaví. Þegar hann tók við pakkanum af dulbúnum lögreglumanni hafi hann verið með 28 stykki af oxycodonetöflum. Þá sætir hann ákæru fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. janúar 2020 til 4. júní 2021, tekið við, nýtt, umbreytt, afhent og/eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð 27.996.579 krónur með sölu og dreifingu á ótilteknu magni lyfja og eftir atvikum með öðrum ólögmætum og refsiverðum hætti. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Nokkuð mikið hefur verið fjallað um frelsissviptinguna en talsverða athygli vakti á sínum tíma þegar mönnunum, sem hafa nú verið ákærðir, var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Faðir fórnarlambsins sagði þá í samtali við Vísi að mennirnir hefði reynt að drepa son hans en Landsréttur ákveðið að sleppa þeim. Það væru mikil vonbrigði að dómarar við Landsrétt hafi aðeins horft til alvarlegasta áverkans, skurðar á slagæð, við mat á hvort framlengja ætti gæsluvarðhald yfir mönnunum. Narraði æskuvin sinn til að koma í heimsókn Í ákærunni segir að einn mannanna hafi mælt sér mót við fórnarlambið að heimili sínu í Vatnagörðum. Faðir fórnarlambsins greindi frá því á sínum tíma að maðurinn og sonur hans væru æskuvinir og hefðu verið saman í grunnskóla í Garðabæ. „Við tókum meintan árásarmann með í skíðaferðalag í æsku. Við vorum góð við hann,“ sagði hann. Þegar í Vatnagarða var komið hafi æskuvinurinn leitt fórnarlambið inn í herbergi, þar sem annar maður hafi beðið með límbandsrúllu í hönd. Þegar fórnarlambið sá það hafi það reynt að forða sér út en verið meinuð útganga. Í framhaldinu hafi maðurinn sem beið kýlt fórnarlambið ítrekað í höfuð og vinstri síðu með krepptum hnefa. Á meðan hafi æskuvinurinn staðið hjá með límbandsrúlluna í hönd. Þeir hafi síðan í sameiningu bundið fórnarlambið við stól með límbandi og dragböndum og annar maðurinn klætt hann úr öllu nema nærbuxum og sokkum. Fyrir þetta sæta mennirnir tveir ákæru fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot. Sló, steig á maga hans og lét hann afklæðast Maðurinn sem beið fórnarlambsins í Vatnagörðum er einnig ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, hótanir, brot gegn blygðunarsemi, kynferðislega áreitni og ólögmæta nauðung gagnvart fórnarlambinu á meðan á frelsissviptingunni stóð. Í ákærunni segir að hann hafi meðal annars klætt hann úr fötunum gegn hans vilja og þvingað hann með ofbeldi og hótunum til að klæða sig úr fötunum, slegið hann ítrekað með flötum lófa og krepptum hnefa í höfuð og líkama og hótað honum ítrekað að slá hann með flötum lófa og krepptum hnefa, tekið hann ítrekað hálstaki, notað límband og dragbönd til þess að binda hann, slegið hann með belti í höfuðið, veitt honum hnéspörk í líkamann, meðal annars í kviðinn, rekið brot úr spegli í síðuna á honum, stigið á magann á honum og hótað því að reka brotið í hann, gefið honum tvívegis olnbogaskot í höfuð hans, tekið niður um sig buxurnar og rekið rassinn á sér í andlit hans og sagt við hann „sleiktu þetta“ og „kysstann“. Hann hafi dregið brot úr spegli eftir baki hans, hótað að beita hann ofbeldi með kúluhamri, slegið hann í líkamann og potað í líkama hans með röri meðal annars í höfuðið og hótað því að beita rörinu frekar gegn honum, þvingað hann til þess að klæða sig úr nærbuxunum þannig að hann var nakinn og rekið rörið í klofið á honum í tvígang þar sem hann sat í hnipri og króaður af í einu horni herbergisins, látið hann klæða sig úr nærbuxunum, tekið brot úr spegli og dregið eftir baki hans á meðan fórnarlambið bað hann um að hætta, hafa á nýjan leik tekið niður um sig buxurnar og rekið rassinn á sér í andlit hans. Öll þessi atburðarrás hafi verið tekin upp á myndavél sem mennirnir hafi stillt upp í herberginu. Útbreiddir áverkar Í ákærunni segir að fórnarlambið hafi skömmu eftir þetta komist út úr herberginu og loks út úr húsinu að Vatnagörðum 18. Hann hafi hlaupið áleiðis að Vatnagörðum 22 og reynt að vekja athygli á sér með því að brjóta rúðu í húsinu. Mennirnir tveir hafi komið að Vatnagörðum 22 og handsamað hann á ný. Maðurinn, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás, hafi dregið hann inn í bifreið þar sem hann skar hann með eggvopni í aftanverðan hægri upphandlegg. Mikið blæddi úr handlegg mannsins.Aðsend Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að fórnarlambið hlaut útbreidda áverka víðsvegar um líkamann. Á aftanverðum hægri upphandlegg hafi hann hlotið fimmtán sentimetra skurð sem náði inn í þríhöfða með virkri slagæðarblæðingu, mikla bólgu á vinstri vör og á andliti vinstra megin, marbletti kringum vinstra auga og rispur á hálsi hægra megin, um það bil tuttugu sentimetra rispu á vinstri síðu, litla skurði á hægri olnboga og hægri framhandlegg og brot á ristarbeinum. Þriðji maður kom ekki til hjálpar Loks segir að þriðji maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsárás, hótanir, kynferðislega áreitni og fyrir að hafa látið fyrir farast að koma manninum til bjargar á meðan á frelsissviptingunni stóð. Hann hafi rekið hægri fótinn á sér í rassinn á manninum á meðan sá sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás hélt honum niðri á fjórum fótum, eftir að hafa tekið niður um hann nærbuxurnar. Þá hafi hann kýlt fórnarlambið með krepptum hnefa í vinstri öxl og ýtt við því ítrekað með krepptum hnefa. Loks hafi hann yfirgefið herbergi án þess að gera nokkrum manni viðvart um frelsissviptinguna þannig að hægt hefði verið að koma fórnarlambinu til hjálpar og þannig látið sér í léttu rúmi liggja hvað yrði um manninn. Þess er krafist að mennirnir verði allir dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist af hálfu fórnarlambsins að mennirnir greiði honum fimm milljónir óskipt í skaðabætur. Með tugi grunsamlegra milljóna Þá er einn mannanna, æskuvinur fórnarlambsins, einnig ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, fíkniefnalagabrot og peningaþvætti. Í ákæru segir að maðurinn hafi reynt að taka á móti um 530 grömmum af metamfetamínkristöllum, sem komið hafði verið fyrir í póstsendingu frá Malaví. Þegar hann tók við pakkanum af dulbúnum lögreglumanni hafi hann verið með 28 stykki af oxycodonetöflum. Þá sætir hann ákæru fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. janúar 2020 til 4. júní 2021, tekið við, nýtt, umbreytt, afhent og/eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð 27.996.579 krónur með sölu og dreifingu á ótilteknu magni lyfja og eftir atvikum með öðrum ólögmætum og refsiverðum hætti.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira