Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar 15. janúar 2025 08:33 Í september 2003 greiddi sænska þjóðin atkvæði um það hvort hún vildi halda sænsku krónunni eða taka upp evruna. Mikill meirihluti, 55,9 prósent, vildi halda krónunni. Ákvörðunin var tekin eftir mikla og víðtæka umræðu og var kjörsókn mjög mikil eða 82%. Andstaðan við evruna hefur aukist með tímanum. Málið hefur þó lengi verið umdeilt í Svíþjóð einkum vegna gengissigs sænsku krónunnar gagnvart evru (um 10% á undanförnum fimm árum). Skv. Maastricth samkomulaginu frá 1992 er öllum aðildarríkjum ESB (nema Danmörku) skylt að taka upp evru. Helstu rök Svía fyrir því að halda sænsku krónunni 1. Sænski seðlabankinn getur rekið sína eigin vaxtastefnu, sem er klæðskerasniðin að sænska hagkerfinu. Vextir í Svíþjóð geta þannig verið frábrugðnir vöxtum Seðlabanka Evrópu (ECB) þegar innlendar aðstæður krefjast þess, til dæmis ef sænska hagkerfið lendir í einhvers konar heimatilbúinni kreppu. 2. Reynslan frá árunum 2006 til 2014, leiddi í ljós fleiri kosti við að halda sænsku krónunni. Krónan veikist yfirleitt í tengslum við efnahagskreppur en það getur raunar verið mikill kostur fyrir efnahaginn og stutt við hagkerfið því vörur sænskra útflutningsfyrirtækja verða ódýrari þegar krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þetta auðveldar þeim að selja vörur til annarra landa. Þetta hefur m.a. valdið því að Svíþjóð stóð sig mun betur en mörg önnur lönd í alþjóðlegu fjármálakreppunni vegna veikingar sænsku krónunnar, sem virkaði sem höggdeyfir. Sömu sögu má segja um Ísland og íslensku krónuna. 3. Ef Svíar taka upp evru geta þeir ekki lengur yfirtekið banka eins og þeir gerðu í fyrri bankakreppum. 4. Rannsóknir benda til þess að Svíþjóð sé mjög ofarlega á lista yfir þau lönd sem önnur ESB-ríki vilja eiga samstarf við, þó svo Svíar séu utan evrunnar. 5. Sænski seðlabankinn (Riksbanken) spáir því að gengi sænsku krónunnar muni styrkjast í náinni framtíð. Sænska krónan sé nú vanmetin en mikill meirihluti gjaldeyrisviðskipta með sænsku króna fer fram erlendis m.a. í London, eins og gildir um aðra gjaldmiðla. Reynsla Finna Um mitt ár 2000 stóð efnahagur Finnlands frammi fyrir miklum vandamálum þegar snjallsímar komu fyrst á markað. Fram að þeim tíma hafði Nokia verið stærsti farsímaframleiðandi heims en með nýjum framleiðendum lenti Nokia í miklum erfiðleikum í samkeppninni einkum við iPhone frá Apple. Það olli miklum vandamálum fyrir finnska farsímarisann Nokia, en á sama tíma dró starfræn þróun mikið úr blaðalestri sem skapaði alvarleg vandamál fyrir pappírsiðnaðinn í Finnlandi vegna minnkandi eftirspurnar eftir pappír. Niðurstaðan var sú, að atvinnuleysi jókst og Finnland neyddist til að taka háar fjárhæðir að láni til að styðja við efnahagslífið. Þrátt fyrir hvatann af þeim ráðstöfunum hefur efnahagur Finnlands vaxið minna og hægar en í öðrum Norðurlöndum eftir fjármálakreppuna, auk þess sem ríkisskuldir eru þar mun hærri. Þróunin hefði aldrei orðið eins slæm fyrir Finna ef landið hefði kosið að standa utan evrunnar vegna þess að eigin gjaldmiðill, eins og sá sænski, hefði veikst á kreppuárunum og þannig hjálpað útflutningsiðnaði landsins. Útlitið er því ansi dökkt fyrir Finnland þegar næsta efnahagskreppa skellur á. Annar ókostur við að vera hluti af evrunni sá að Svíar neyðast þá til að aðstoða önnur evruríki ef ný efnahagskreppa kæmi upp í Evrópu. Miðað við hversu mikið Finnland þurfti að aðstoða Grikkland í evrukreppunni hefur það verið áætlað að Svíþjóð sem evruland myndi neyðast til að ábyrgjast lán að jafnvirði 1.500–2.000 milljarða sænskra króna ef til dæmis Frakkland eða Ítalía lenda í svipuðum vandræðum, sem jafngildir um eins árs skatttekjum sænska ríkisins. Bankasamband Evrópu Aðild að ESB og upptaka evru fylgir þátttaka í Bankastofnun Evrópu (e. European Banking Authority, EBA) eða Bankasambandi Evrópu. Reglur ESB banna alfarið ríkjum sambandsins að yfirtaka banka í kreppu, en það var einmitt slík yfirtaka, sem hafði þau jákvæðu áhrif að Svíþjóð komst tiltölulega heilu og höldnu út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni, eins og þegar sænska ríkið yfirtók fjárfestingarbankana Carnegie og Max Matthiessen í fjármálakreppunni árið 2008. Ef Svíar taka upp evru þá tapa þeir tækifærinu til að bregðast við á sama hátt og í fyrri bankakreppum. Þetta skilja flestir Íslendingar mæta vel! Íslenska krónan stendur sig mjög vel. Velgengni Svía er sænsku krónunni að þakka að verulegu leyti Rannsóknir benda til þess að Svíþjóð sé mjög ofarlega á lista yfir þau lönd sem önnur ESBríki vilja eiga samstarf við, þrátt fyrir að Svíar séu utan evrunnar. Sumir sænskir hagfræðingar halda því þó fram, að hvorki krónan né evran séu kraftaverkauppskriftir að efnahagslegum árangri. Innan evrusvæðisins hafi það breyst hvaða ríkjum hafi gengið vel og hvaða ríki hafi átt í erfiðleikum frá því að evran var tekin upp fyrir rúmum tuttugu árum. Menn verði sífellt sannfærðari um að aðrir þættir í efnahagsstefnu lands, eins og skattkerfi, viðskiptaumhverfi og regluumhverfi, skipta meira máli fyrir vöxt og framleiðni en val á gjaldmiðli. Sænski seðlabankinn (Riksbanken) spáir því að gengi sænsku krónunnar muni styrkjast í náinni framtíð. Sænska krónan sé nú vanmetin en mikill meirihluti gjaldeyrisviðskipta með sænsku krónuna fer fram erlendis m.a. í London, eins og með aðra gjaldmiðla. Efnahagur landsins sé þó ekki háður gengi sænsku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Málið er flóknara en það. Norðurlandakróna í farvatninu? Athyglisvert er að norska og sænska krónan eru í dag næstum nákvæmlega sama virði. Báðir gjaldmiðlanir hafa lækkað um það bil sömu upphæð gagnvart evru og dollar, þrátt fyrir að Noregur sé með eitt sterkasta hagkerfi heims. Samanlagt eru Norðurlöndin með mjög sterkt hagkerfi, stærra og sterkara en Rússland. Mikilvægt er því að Norðurlönd efli samstarf sitt á ýmsum sviðum samfélagsins, ekki síst í efnahagsmálum, sem er mun mikilvægara en að Svíar afhendi Seðlabanka Evrópu (ECB) í Frankfurt vald yfir gjaldmiðlinum. Tími er kominn tími til að fara að ræða sameiginlegan norrænan gjaldmiðil eins og lagt hefur verið til. Öflug Norðurlönd eru hagfeld fyrir okkur sjálf, fyrir Evrópu og umheiminn! Áfram íslenska krónan! Ref. Svenska Dagbladet (svd.se) Sverikes Riksbank (riksbank.se) Jämtlands Tidning (www.jamtlandstidning.se) Vildarvinir íslensku krónunnar (www.facebook.com/groups/297737180647028/) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Svíþjóð Efnahagsmál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Í september 2003 greiddi sænska þjóðin atkvæði um það hvort hún vildi halda sænsku krónunni eða taka upp evruna. Mikill meirihluti, 55,9 prósent, vildi halda krónunni. Ákvörðunin var tekin eftir mikla og víðtæka umræðu og var kjörsókn mjög mikil eða 82%. Andstaðan við evruna hefur aukist með tímanum. Málið hefur þó lengi verið umdeilt í Svíþjóð einkum vegna gengissigs sænsku krónunnar gagnvart evru (um 10% á undanförnum fimm árum). Skv. Maastricth samkomulaginu frá 1992 er öllum aðildarríkjum ESB (nema Danmörku) skylt að taka upp evru. Helstu rök Svía fyrir því að halda sænsku krónunni 1. Sænski seðlabankinn getur rekið sína eigin vaxtastefnu, sem er klæðskerasniðin að sænska hagkerfinu. Vextir í Svíþjóð geta þannig verið frábrugðnir vöxtum Seðlabanka Evrópu (ECB) þegar innlendar aðstæður krefjast þess, til dæmis ef sænska hagkerfið lendir í einhvers konar heimatilbúinni kreppu. 2. Reynslan frá árunum 2006 til 2014, leiddi í ljós fleiri kosti við að halda sænsku krónunni. Krónan veikist yfirleitt í tengslum við efnahagskreppur en það getur raunar verið mikill kostur fyrir efnahaginn og stutt við hagkerfið því vörur sænskra útflutningsfyrirtækja verða ódýrari þegar krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þetta auðveldar þeim að selja vörur til annarra landa. Þetta hefur m.a. valdið því að Svíþjóð stóð sig mun betur en mörg önnur lönd í alþjóðlegu fjármálakreppunni vegna veikingar sænsku krónunnar, sem virkaði sem höggdeyfir. Sömu sögu má segja um Ísland og íslensku krónuna. 3. Ef Svíar taka upp evru geta þeir ekki lengur yfirtekið banka eins og þeir gerðu í fyrri bankakreppum. 4. Rannsóknir benda til þess að Svíþjóð sé mjög ofarlega á lista yfir þau lönd sem önnur ESB-ríki vilja eiga samstarf við, þó svo Svíar séu utan evrunnar. 5. Sænski seðlabankinn (Riksbanken) spáir því að gengi sænsku krónunnar muni styrkjast í náinni framtíð. Sænska krónan sé nú vanmetin en mikill meirihluti gjaldeyrisviðskipta með sænsku króna fer fram erlendis m.a. í London, eins og gildir um aðra gjaldmiðla. Reynsla Finna Um mitt ár 2000 stóð efnahagur Finnlands frammi fyrir miklum vandamálum þegar snjallsímar komu fyrst á markað. Fram að þeim tíma hafði Nokia verið stærsti farsímaframleiðandi heims en með nýjum framleiðendum lenti Nokia í miklum erfiðleikum í samkeppninni einkum við iPhone frá Apple. Það olli miklum vandamálum fyrir finnska farsímarisann Nokia, en á sama tíma dró starfræn þróun mikið úr blaðalestri sem skapaði alvarleg vandamál fyrir pappírsiðnaðinn í Finnlandi vegna minnkandi eftirspurnar eftir pappír. Niðurstaðan var sú, að atvinnuleysi jókst og Finnland neyddist til að taka háar fjárhæðir að láni til að styðja við efnahagslífið. Þrátt fyrir hvatann af þeim ráðstöfunum hefur efnahagur Finnlands vaxið minna og hægar en í öðrum Norðurlöndum eftir fjármálakreppuna, auk þess sem ríkisskuldir eru þar mun hærri. Þróunin hefði aldrei orðið eins slæm fyrir Finna ef landið hefði kosið að standa utan evrunnar vegna þess að eigin gjaldmiðill, eins og sá sænski, hefði veikst á kreppuárunum og þannig hjálpað útflutningsiðnaði landsins. Útlitið er því ansi dökkt fyrir Finnland þegar næsta efnahagskreppa skellur á. Annar ókostur við að vera hluti af evrunni sá að Svíar neyðast þá til að aðstoða önnur evruríki ef ný efnahagskreppa kæmi upp í Evrópu. Miðað við hversu mikið Finnland þurfti að aðstoða Grikkland í evrukreppunni hefur það verið áætlað að Svíþjóð sem evruland myndi neyðast til að ábyrgjast lán að jafnvirði 1.500–2.000 milljarða sænskra króna ef til dæmis Frakkland eða Ítalía lenda í svipuðum vandræðum, sem jafngildir um eins árs skatttekjum sænska ríkisins. Bankasamband Evrópu Aðild að ESB og upptaka evru fylgir þátttaka í Bankastofnun Evrópu (e. European Banking Authority, EBA) eða Bankasambandi Evrópu. Reglur ESB banna alfarið ríkjum sambandsins að yfirtaka banka í kreppu, en það var einmitt slík yfirtaka, sem hafði þau jákvæðu áhrif að Svíþjóð komst tiltölulega heilu og höldnu út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni, eins og þegar sænska ríkið yfirtók fjárfestingarbankana Carnegie og Max Matthiessen í fjármálakreppunni árið 2008. Ef Svíar taka upp evru þá tapa þeir tækifærinu til að bregðast við á sama hátt og í fyrri bankakreppum. Þetta skilja flestir Íslendingar mæta vel! Íslenska krónan stendur sig mjög vel. Velgengni Svía er sænsku krónunni að þakka að verulegu leyti Rannsóknir benda til þess að Svíþjóð sé mjög ofarlega á lista yfir þau lönd sem önnur ESBríki vilja eiga samstarf við, þrátt fyrir að Svíar séu utan evrunnar. Sumir sænskir hagfræðingar halda því þó fram, að hvorki krónan né evran séu kraftaverkauppskriftir að efnahagslegum árangri. Innan evrusvæðisins hafi það breyst hvaða ríkjum hafi gengið vel og hvaða ríki hafi átt í erfiðleikum frá því að evran var tekin upp fyrir rúmum tuttugu árum. Menn verði sífellt sannfærðari um að aðrir þættir í efnahagsstefnu lands, eins og skattkerfi, viðskiptaumhverfi og regluumhverfi, skipta meira máli fyrir vöxt og framleiðni en val á gjaldmiðli. Sænski seðlabankinn (Riksbanken) spáir því að gengi sænsku krónunnar muni styrkjast í náinni framtíð. Sænska krónan sé nú vanmetin en mikill meirihluti gjaldeyrisviðskipta með sænsku krónuna fer fram erlendis m.a. í London, eins og með aðra gjaldmiðla. Efnahagur landsins sé þó ekki háður gengi sænsku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Málið er flóknara en það. Norðurlandakróna í farvatninu? Athyglisvert er að norska og sænska krónan eru í dag næstum nákvæmlega sama virði. Báðir gjaldmiðlanir hafa lækkað um það bil sömu upphæð gagnvart evru og dollar, þrátt fyrir að Noregur sé með eitt sterkasta hagkerfi heims. Samanlagt eru Norðurlöndin með mjög sterkt hagkerfi, stærra og sterkara en Rússland. Mikilvægt er því að Norðurlönd efli samstarf sitt á ýmsum sviðum samfélagsins, ekki síst í efnahagsmálum, sem er mun mikilvægara en að Svíar afhendi Seðlabanka Evrópu (ECB) í Frankfurt vald yfir gjaldmiðlinum. Tími er kominn tími til að fara að ræða sameiginlegan norrænan gjaldmiðil eins og lagt hefur verið til. Öflug Norðurlönd eru hagfeld fyrir okkur sjálf, fyrir Evrópu og umheiminn! Áfram íslenska krónan! Ref. Svenska Dagbladet (svd.se) Sverikes Riksbank (riksbank.se) Jämtlands Tidning (www.jamtlandstidning.se) Vildarvinir íslensku krónunnar (www.facebook.com/groups/297737180647028/)
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun