Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2025 11:02 Caitlin Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni á síðasta tímabili. Lið hennar, Indiana Fever, komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár. getty/Joe Buglewicz Maðurinn sem var handtekinn fyrir að ofsækja körfuboltastjörnuna Caitlin Clark var með uppsteyt þegar mál hans var tekið fyrir í dómsal. Michael Lewis, 55 ára Bandaríkjamaður, var handtekinn í Indianapolis á mánudaginn fyrir að sitja um Clark og senda henni ógnandi og kynferðisleg skilaboð. Mál Lewis var tekið fyrir í gær. Hann var ávíttur fyrir að vera með læti í dómsal. Hann greip ítrekað fram í, sagði að rangur maður hefði verið handtekinn og hann þyrfti að fá lyfin sín er hann var spurður hvort hann glímdi við andleg vandamál. Lewis var úthlutað lögmanni sem sagði hann neita sakargiftum. Lewis situr í gæsluvarðhaldi en gæti verið látinn laus gegn fimmtíu þúsund dala tryggingu. Hann segist ekki ætla að gera það. Lögreglan ræddi fyrst við Lewis í síðustu viku þegar hann sendi Clark skilaboð. Í þeim sagðist hann meðal annars hafa keyrt þrisvar sinnum að húsi hennar. Clark sagði lögreglunni að hún hafi óttast um öryggi sitt og hafi brugðið á það ráð að dulbúast þegar hún fór út úr húsi. Lewis lét ekki segjast og hélt áfram að senda Clark skilaboð. Í fyrradag var hann svo handtekinn á hóteli í Indianapolis þar sem hann dvaldi. Þar sagðist hann gera sér grein fyrir að hann ætti ekki í sambandi við Clark og um ímyndun og grín væri að ræða og þvertók fyrir að skilaboðin væru ógnandi. WNBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Michael Lewis, 55 ára Bandaríkjamaður, var handtekinn í Indianapolis á mánudaginn fyrir að sitja um Clark og senda henni ógnandi og kynferðisleg skilaboð. Mál Lewis var tekið fyrir í gær. Hann var ávíttur fyrir að vera með læti í dómsal. Hann greip ítrekað fram í, sagði að rangur maður hefði verið handtekinn og hann þyrfti að fá lyfin sín er hann var spurður hvort hann glímdi við andleg vandamál. Lewis var úthlutað lögmanni sem sagði hann neita sakargiftum. Lewis situr í gæsluvarðhaldi en gæti verið látinn laus gegn fimmtíu þúsund dala tryggingu. Hann segist ekki ætla að gera það. Lögreglan ræddi fyrst við Lewis í síðustu viku þegar hann sendi Clark skilaboð. Í þeim sagðist hann meðal annars hafa keyrt þrisvar sinnum að húsi hennar. Clark sagði lögreglunni að hún hafi óttast um öryggi sitt og hafi brugðið á það ráð að dulbúast þegar hún fór út úr húsi. Lewis lét ekki segjast og hélt áfram að senda Clark skilaboð. Í fyrradag var hann svo handtekinn á hóteli í Indianapolis þar sem hann dvaldi. Þar sagðist hann gera sér grein fyrir að hann ætti ekki í sambandi við Clark og um ímyndun og grín væri að ræða og þvertók fyrir að skilaboðin væru ógnandi.
WNBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira