Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 14:49 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56