Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 16:10 Emma Alessandra fer í nauðsynlega aðgerð þann 10. febrúar til að losna við málmplötu sem fest var við mjöðm hennar vegna mjaðmaliðhlaups. Brottvísun hinnar venesúelönsku Emmu, þriggja ára stúlku sem þarf að fara í nauðsynlega aðgerð vegna mjaðmaliðhlaups, og fjölskyldu hennar hefur verið frestað þangað til hún er búin í aðgerðinni. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. Hún hafði farið, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Fjarlægja átti málmplötuna í aðgerð 10. febrúar næstkomandi en horfði fram á að vera vísað úr landi áður en hún kæmist í hana. Fjölskyldan hafði sýnt samstarfsvilja og sótt um aðstoð við sjálfviljuga heimför en báðu um að fá að fresta heimför þar til aðgerðin væri yfirstaðin. Útlendingastofnun féllst ekki á það og var beiðninni hafnað endanlega í gær, 14. janúar. Beiðni um frestun samþykkt Nú degi síðar hefur orðið vending í málinu, fjölskyldunni barst bréf upp úr 15 í dag þess efnis að brottvísuninni yrði frestað fram yfir aðgerðina. Beiðni um frestunina er samþykkt á grundvelli framlags læknisvottorðs. Emma glímir við mjaðmaliðhlaup og þarf að fara í tvær aðgerðir vegna þess. „Ég fékk nýtt vottorð í dag frá lækninum sem hefur verið að sinna stelpunni, framkvæmdi aðgerðina og kemur til með framkvæma næstu aðgerð. Eftir að það barst sendi ég inn nýja beiðni um frestun á þessu og það var samþykkt,“ segir Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Landlögmönnum „Þau vísa í þetta vottorð þannig það skiptir greinilega máli,“ segir hann. Er einhver dagsetning á brottvísuninni? „Það er ekki skýrt. En mér finnst mega ætla það út frá þessu svari að það sé miðað við þessa aðgerð og væntanlega einhverja eftirfylgni. Hún verður ekki send úr landi nýbúin úr aðgerð. Við erum að tala um einhvern tímann eftir 10. febrúar,“ segir Jón. „Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan glöð að komast í þessa aðgerð og fókusinn er á því,“ segir Jón spurður út í næstu skref í málinu. Venesúela Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. Hún hafði farið, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Fjarlægja átti málmplötuna í aðgerð 10. febrúar næstkomandi en horfði fram á að vera vísað úr landi áður en hún kæmist í hana. Fjölskyldan hafði sýnt samstarfsvilja og sótt um aðstoð við sjálfviljuga heimför en báðu um að fá að fresta heimför þar til aðgerðin væri yfirstaðin. Útlendingastofnun féllst ekki á það og var beiðninni hafnað endanlega í gær, 14. janúar. Beiðni um frestun samþykkt Nú degi síðar hefur orðið vending í málinu, fjölskyldunni barst bréf upp úr 15 í dag þess efnis að brottvísuninni yrði frestað fram yfir aðgerðina. Beiðni um frestunina er samþykkt á grundvelli framlags læknisvottorðs. Emma glímir við mjaðmaliðhlaup og þarf að fara í tvær aðgerðir vegna þess. „Ég fékk nýtt vottorð í dag frá lækninum sem hefur verið að sinna stelpunni, framkvæmdi aðgerðina og kemur til með framkvæma næstu aðgerð. Eftir að það barst sendi ég inn nýja beiðni um frestun á þessu og það var samþykkt,“ segir Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Landlögmönnum „Þau vísa í þetta vottorð þannig það skiptir greinilega máli,“ segir hann. Er einhver dagsetning á brottvísuninni? „Það er ekki skýrt. En mér finnst mega ætla það út frá þessu svari að það sé miðað við þessa aðgerð og væntanlega einhverja eftirfylgni. Hún verður ekki send úr landi nýbúin úr aðgerð. Við erum að tala um einhvern tímann eftir 10. febrúar,“ segir Jón. „Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan glöð að komast í þessa aðgerð og fókusinn er á því,“ segir Jón spurður út í næstu skref í málinu.
Venesúela Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira