„Notum kvöldið í að sleikja sárin“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. janúar 2025 21:41 Ágúst Jóhannsson var svekktur eftir leik vísir / anton brink Valur tapaði gegn Haukum á útivelli 28-23. Þetta var fyrsta tap Vals á tímabilinu og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með spilamennsku liðsins. „Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
„Mér fannst Haukar betri á öllum sviðum og ég óska þeim til hamingju. Við vorum lélegar varnarlega og fengum ekki hraðaupphlaup. Við vorum að skjóta illa og þær voru að verja vel, “ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Við breyttum um vörn. Við vorum að fá mikið af tveggja mínútna brottvísunum sem mér fannst ódýrt og síðan vorum við í miklum vandræðum sóknarlega og vorum með slaka skotnýtingu.“ Aðspurður út í gula spjaldið sem Ágúst fékk í hálfleik sagðist hann ekki vita af hverju en í síðari hálfleik fékk Ágúst tveggja mínútna brottvísun og viðurkenndi að þar hafi hann farið yfir strikið. „Þú verður að spyrja dómarann að því. Ég skil það ekki og hann gat ekki svarað því af hverju hann var að gefa mér gult spjald.“ „Þetta var sárasaklaust og þetta var sérstakt en mér fannst dómararnir góðir í leiknum.“ Ágúst hafði ekki áhyggjur af því að þessi úrslit myndu trufla næsta leik Vals á laugardaginn sem er afar mikilvægur þar sem liðið spilar í Evrópukeppninni gegn Malaga á heimavelli. „Við ræddum saman inni í klefa og við notum kvöldið í að sleikja sárin. Við ætlum að vera tilbúin og við vitum að við erum að fara spila við besta liðið á Spáni sem er atvinnumannalið. Við þurfum alvöru frammistöðu og alvöru stuðning áhorfenda og ég vona að hinn almenni handboltaáhugamaður mæti og styðji við bakið á stelpunum,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn