Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2025 11:18 SÁS hvetja til þess að fólk sem leggst gegn rekstri Háskóla Íslands á spilakössum bjóði sig fram til rektors. Vísir/Vilhelm Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“. Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, vegna rektorskjörs sem fram fer í Háskóla Íslands í apríl, en framboðsfrestur er til loka janúar. Þar segir að áskorun samtakanna sé tvíþætt: „1) Samtökin hvetja til framboðs einstaklinga sem afdráttarlaust eru þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi að hætta að reiða sig á fjármuni aflað er á kostnað spilafíkla með rekstri spilakassa. 2) Kennarar, aðrir starfsmenn og nemendur á kjörskrá eru hvattir til að kynna sér hug frambjóðenda til þeirrar staðreyndar að Háskóli Íslands rekur spilavíti sem óvéfengjanlega hafa lagt líf einstaklinga og fjölskyldna í rúst.“ Munu ganga á frambjóðendur Forsvarsmenn samtakanna segja að gengið verði eftir svörum frá frambjóðendum um afstöðu þeirra til málsins. Samtökin segja þá fjölda starfsmanna og nemenda við Háskóla Íslands hafa hvatt til þess að látið verði af „þessari ósiðlegu starfsemi“. Nefnd á vegum háskólans hafi nýlega komist að afgerandi niðurstöðu um að breytingu verði að gera á starfseminni strax, en þeirri niðurstöðu „virðist hafa verið stungið undir stól“. „Illa fengið fé“ renni til háskólans „Þá má einnig minna á að yfirgripsmikil skoðanakönnun á vegum Gallup fyrir nokkrum misserum gaf til kynna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri andvígur rekstri spilakassa og spilavíta og vill að þeim verði lokað,“ segir í tilkynningunni. Um er að ræða könnun frá árinu 2020 sem gerð var eftir að spilakassar voru opnaðir á nýjan leik, eftir að hafa verið lokaðir vegna Covid-faraldursins. Þá segir í niðurlagi tilkynningarinnar að ætla mætti að æðsta menntastofnun þjóðarinnar sæi sóma sinn í því að láta af rekstri spilakassa „sem færir henni illa fengið fé auk þess að hafa milligöngu um að greiddar séu háar upphæðir til erlendra spilavítisfyrirtækja sem leigja Happdrætti Háskóla Íslands vélarnar“.
Háskólar Fjárhættuspil Skóla- og menntamál Fíkn Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?