Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 06:37 Börnin bjuggu með móður sinni í Canton í Ohio. Getty Tvö börn frá Bandaríkjunum, sem lögregluyfirvöld vestanhafs hafa leitað frá því í október síðastliðnum, fundust á Íslandi 10. janúar síðastliðinn. Börnin voru flutt hingað af móður sinni, með viðkomu á Bretlandseyjum. Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu U.S. Marshal Service, sem er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið og hefur meðal annars það hlutverk að hafa uppi á einstaklingum sem eru grunaðir um brot á alríkislögum og einstaklingum sem hafa flúið úr varðhaldi. Í tilkynningunni segir að fjölskyldumeðlimur hafi tilkynnt um hvarf barnanna frá Canton í Ohio 25. október 2024. Voru vísbendingar um að móðir barnanna, 34 ára, hefði hætt að taka geðlyf sem hún var á, hefði yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Börnin eru 8 og 9 ára. Slóð fjölskyldunnar var rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þaðan er móðirin sögð hafa ferðast til afskekkts sjávarþorps á Íslandi en börnin fundust að lokum á hóteli í Reykjavík. Börnin voru í umsjá barnayfirvalda þar til þau voru sótt af fjölskyldumeðlim en móðirin var lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún mun dvelja þar til hún hefur náð heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Haft er eftir Pete Elliott hjá U.S. Marshal Service að það megi ekki vanmeta þann þátt sem samvinna ólíkra aðila átti í því að börnin fundust. Í tilkynningunni er vitnað til þess að lögregluyfirvöld í Canton, bandaríska utanríkisráðuneytið, Interpol og yfirvöld í Englandi og á Íslandi hafi komið að málum. Þá fékkst fjárhagsaðstoð frá National Center for Missing and Exploited Children til að flytja börnin aftur heim. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira